Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 14. janúar 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dybala vildi ekki mæta Atletico eða Liverpool
Dybala og Cristiano Ronaldo.
Dybala og Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Markmiðið hjá Juventus á þessu tímabili er að vinna Meistaradeildina. Það er ekkert leyndarmál.

Juventus mætir Atletico Madrid í 16-liða úrslitunum, en Paulo Dybala, sóknarmaður Ítalíumeistaranna, var ekkert hoppandi glaður þegar Atletico kom upp úr pottinum.

„Að vinna Meistaradeildina er aðalmarkmið okkar á tímabilinu. Við munum gera allt til að vinna hana," sagði Dybala við Telefoot.

„Atletico Madrid er versta liðið sem við gátum fengið, ásamt Liverpool."

Juventus hefur tvisvar á síðustu fimm árum komist í úrslitaleikinn, en tapað í bæði skiptin; fyrst gegn Barcelona í Berlín og síðan gegn Real Madrid í Cardiff.
Athugasemdir
banner
banner
banner