Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 14. janúar 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Egyptaland fær að hýsa Afríkumótið
Mynd: Getty Images
Egyptaland hefur verið valið til að hýsa Afríkumótið sem fer fram næsta sumar eftir að hafa hlotið 16 atkvæði af 18 í atkvæðagreiðslu.

Mótið átti upprunalega að fara fram í Kamerún en landið er stríðshrjáð og litlar líkur að það verði tilbúið til að hýsa stórmót í fótbolta á næstunni.

Mótið fer af stað í júní og taka 24 lið þátt í fyrsta sinn í sögunni. Kamerún er ríkjandi meistari eftir að hafa lagt Egyptaland að velli í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum.

Heimamenn í Egyptalandi verða að teljast nokkuð sigurstranglegir en þjóðin hefur ekki unnið Afríkumótið síðan hún vann þrisvar í röð frá 2006 til 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner