Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 14. mars 2019 19:50
Arnar Helgi Magnússon
Evrópudeildin: Chelsea skoraði fimm í Úkraínu - Svekkjandi fyrir Jón Guðna
Giroud fagnar einu marka sinna í kvöld.
Giroud fagnar einu marka sinna í kvöld.
Mynd: Getty Images
Milik skoraði í kvöld.
Milik skoraði í kvöld.
Mynd: Getty Images
Chelsea, Valencia og Napoli eru fyrstu þrjú liðin sem að hafa tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Chelsea mætti Dynamo Kiev í Úkraínu en heimamenn voru lítil fyrirstaða fyrir enska liðið.

Chelsea byrjaði leikinn af miklum krafti og Olivier Giroud var búinn að koma liðinu yfir eftir tæplega fimm mínútna leik. Ruben Loftus-Cheek með stoðsendinguna.

Frakkinn var aftur á ferðinni síðar í fyrri hálfleiknum þegar hann kom Chelsea í 2-0 eftir sendingu frá Spánverjanum Marcos Alonso. Alonso bætti síðan við þriðja marki Chelsea áður en að flautað var til hálfleiks.

Olivier Giroud fullkomnaði þrennuna eftir tæplega klukkutíma leik þegar að hann stangaði boltann inn eftir sendingu frá Willian. Callum Hudson-Odoi skoraði fimmta mark Chelsea á 78. mínútu leiksins en fleiri urðu mörkin ekki. Chelsea fer áfram, samanlagt 8-0.

Jón Guðni Fjóluson lék allan tímann í vörn Krasnodar sem að mætti Valencia í Rússlandi. Það leit allt út fyrir það að Krasnodar væri að fara áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en Valencia jafnaði metin í uppbótartíma leiksins og fer því áfram, samanlagt 3-2.

Napoli fer einnig áfram þrátt fyrir 3-1 tap í Austurríki. Liðið vann fyrri leikinn á Ítalíu 3-0.

Dynamo K. 0 - 5 Chelsea (Samanlagt 0-8)
0-1 Olivier Giroud ('5 )
0-2 Olivier Giroud ('32 )
0-3 Marcos Alonso ('45 )
0-4 Olivier Giroud ('59 )
0-5 Callum Hudson-Odoi ('78 )

Salzburg 3 - 1 Napoli (Samanlagt 3-4)
0-1 Arkadiusz Milik ('14 )
1-1 Munas Dabbur ('25 )
2-1 Fredrik Gulbrandsen ('65 )
3-1 Christoph Leitgeb ('90 )

FK Krasnodar 1 - 1 Valencia (Samanlagt 2-3)
1-0 Magomed Suleimanov ('85 )
1-1 Goncalo Guedes ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner