Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. mars 2023 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Alex Scott kostar meira en 25 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Scott vann EM U19 ára landsliða með Englandi. Hér er hann með Carney Chukwuemeka, leikmanni Chelsea.
Scott vann EM U19 ára landsliða með Englandi. Hér er hann með Carney Chukwuemeka, leikmanni Chelsea.
Mynd: Getty Images

Nigel Pearson, knattspyrnustjóri Bristol City í ensku Championship deildinni, segir að það þurfi afar mikilvægt tilboð að berast til að miðjumaðurinn Alex Scott verði seldur.


Scott er algjör lykilmaður í sterku liði Bristol en hefur verið orðaður við ýmis úrvalsdeildarfélög. Bristol er talið hafa hafnað 20 milljónum punda frá Wolves í janúar og þá sýndu Tottenham og West Ham leikmanninum einnig áhuga.

Pearson segir ekkert vera til í þeim fregnum að tilboð hafi borist í Scott og heldur því fram að það þyrfti rúmlega 25 milljón punda tilboð til að kaupa hann.

„Þetta eru bara orðrómar sem fréttamenn og umboðsmenn búa til. Okkur hefur ekki borist kauptilboð en það er ljóst að það þyrfti að vera hærra en 25 milljónir punda miðað við stöðuna á leikmannamarkaðinum í dag," segir Pearson.

Scott er 19 ára gamall og vann sér inn fastasæti í byrjunarliði Bristol á seinni hluta síðustu leiktíðar. Hann er enn byrjunarliðsmaður í dag og á 16 leiki að baki fyrir yngri landslið Englands.

„Ég hugsa að Alex muni spila fyrir enska landsliðið einn daginn. Það var það sem ég hugsaði þegar ég sá hann í fyrsta sinn á æfingasvæðinu og það er ekkert sem hefur fengið mig til að breyta þeirri skoðun.

„Hann er flottur strákur sem lætur fjölmiðlaumtal ekki hafa áhrif á sig. Hann er metnaðarfullur og mun spila fyrir toppfélag einn daginn. Spurningin er bara hvenær."


Athugasemdir
banner