Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. mars 2023 14:42
Fótbolti.net
„Rúnar Alex að fá sénsinn sem hann hefur beðið eftir mjög lengi“
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fastlega má gera ráð fyrir því að Rúnar Alex Rúnarsson fái áfram traustið sem aðalmarkvörður íslenska landsliðsins þegar ný undankeppni hefst í næstu viku með leik Íslands í Bosníu.

Þetta verður fyrsta undankeppni hans sem aðalmarkvörður. Hannes Þór Halldórsson byrjaði síðustu undankeppni og Elías Rafn Ólafsson tók síðan stöðuna en meiddist og Rúnar Alex kom inn.

„Rúnar Alex er að fá sénsinn sem hann hefur verið að bíða mjög lengi eftir, að vera markvörður númer eitt. Þetta er risastór undankeppni fyrir hann," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu þar sem hitað er upp fyrir komandi leik.

„Hann er núna fyrst að vera númer eitt eftir að Hannes hættir. Rúnar hefur verið fínn í Tyrklandi miðað við það sem maður hefur lesið. Á meðan lendir Elías í þessum leiðinlegu meiðslum á síðasta ári, hann missir af æfingaleikjum og svo Þjóðadeildinni. Rúnar Alex hefur verið flottur og ekki verið ástæða fyrir Arnar að breyta enda Elías ekki komist aftur í liðið hjá Midtjylland," segir Sæbjörn Steinke í þættinum.

Rúnar Alex er 28 ára og hefur leikið 20 landsleiki síðan hann lék sinn fyrsta leik 2017. Hann spilar fyrir Alanyaspor, á lánssamningi frá Arsenal.

„Rúnar er nútímalegur markvörður sem er góður í fótunum og góður að spila. Hvort sem Rúnar eða Elías verður í marki þá erum við í góðum málum þar," segir Ejub Purisevic sem er sérstakur gestur þáttarins.
Innkastið - Byrjað á bardaga í Bosníu
Athugasemdir
banner
banner
banner