Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. apríl 2019 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Liverpool og Chelsea: Hazard er fremstur
Mynd: Getty Images
Liverpool tekur á móti Chelsea í afar mikilvægum leik sem gæti ráðið úrslitum í titilbaráttunni. Það gerði hann að minnsta kosti árið 2014, þegar Steven Gerrard rann og Liverpool tapaði titlinum til Manchester City.

Jürgen Klopp vill ekki að talað sé um þetta atvik, hann og hans leikmenn eru einungis að hugsa um framtíðina. Sigur í dag kemur Liverpool á topp úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan Man City sem mun þó eiga leik til góða.

Byrjunarliðin koma ekki á óvart og gerir Klopp aðeins tvær breytingar á liðinu sem vann Porto 2-0 í vikunni. Andy Robertson og Joel Matip koma inn í stað James Milner og Dejan Lovren.

Maurizio Sarri róterar liði sínu mun meira á milli leikja, en Chelsea lagði Slavia Prag að velli í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Hann gerir sex breytingar og notar Eden Hazard sem fremsta sóknarmann.

Willian og Callum Hudson-Odoi verða á köntunum og þá fær Ruben Loftus-Cheek byrjunarliðssæti framyfir Mateo Kovacic og Ross Barkley.

Gonzalo Higuain, Olivier Giroud og Pedro eru allir á varamannabekk Chelsea.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Van Dijk, Matip, Robertson, Henderson, Fabinho, Keita, Mane, Firmino, Salah
Varamenn: Mignolet, Lovren, Milner, Wijnaldum, Shaqiri, Origi, Sturridge

Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Rudiger, Luiz, Emerson, Kante, Jorginho, Loftus-Cheek, Hudson-Odoi, Willian, Hazard
Varamenn: Caballero, Christensen, Barkley, Kovacic, Pedro, Higuain, Giroud
Athugasemdir
banner
banner
banner