Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 14. maí 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Augnablik fékk fimm frá Breiðabliki og sex alls (Staðfest)
Bergþóra Sól í leik með Breiðabliki sumarið 2020
Bergþóra Sól í leik með Breiðabliki sumarið 2020
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Augnablik fékk á lokadegi félagaskiptagluggans sex leikmenn fyrir átökin í Lengjudeild kvenna í sumar.

Fimm leikmannanna komu frá Breiðabliki og fjórar á láni. Þær Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, Dísella Mey Ársælsdóttir, Eydís Helgadóttir og Margrét Brynja Kristinsdóttir komu á láni og Hugrún Helgadóttir skipti yfir frá Breiðabliki.

Þá kom Birgitta Rún Skúladóttir frá HK. Bergþóra er að snúa til baka eftir að löng meiðsli, Birgitta lék fjórtán leiki og skoraði fjögur mörk með HK í fyrra, Dísella var varamarkvörður fyrir Telmu Ívarsdóttur í fyrstu leikjum Breiðabliks og þær Eydís og Hugrún léku með Augnabliki í fyrra.

Margrét Brynja lék með Augnabliki og Breiðabliki í fyrra, kom alls við sögu í þremur leikjum með Breiðabliki. Þær Margrét, Hugrún og Bergþóra eiga að baki leiki fyrir unglingalandsliðin.

Augnablik mætir Fjarðab/Hetti/Leikni í 2. umferð Lengjudeildarinnar í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner