banner
   lau 14. maí 2022 16:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Vestri með gott svar við skelfilegu tapi
Lengjudeildin
Fyrsti sigur Vestra staðreynd.
Fyrsti sigur Vestra staðreynd.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Afturelding 0 - 2 Vestri
0-1 Andi Hoti ('47 , sjálfsmark)
0-2 Aurelien Norest ('59 )
Lestu um leikinn

Vestri fór í Mosfellsbæ í dag og tók þar þrjú stig er þeir mættu Aftureldingu í Lengjudeild karla.

Undir lok fyrri hálfleiks tók Afturelding öll völdin á vellinum og því var það svekkjandi fyrir heimamenn er Vestri tók forystuna í byrjun seinni hálfleik. Varnarmaðurinn Andi Hoti setti þá boltann í eigið net.

Stuttu seinna tvöfaldaði Aurelien Norest svo forystuna. „Aftur kemur mark eftir aukaspyrnu frá Deniz Yaldir. Aukaspyrnan var skölluð í burtu og Aurelien tekur boltann á lofti og hamrar honum í netið," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson í beinni textalýsingu. Bæði mörkin komu í kjölfarið á aukaspyrnum frá Vestra.

Afturelding náði ekki að svara og gríðarlega sterkur sigur Vestra staðreynd. Vestri er með þrjú stig en liðið fékk skell gegn Gróttu í fyrstu umferð. Afturelding er með eitt stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner