Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 14. maí 2025 18:48
Brynjar Ingi Erluson
Kulusevski fór í aðgerð á hné og missir af úrslitaleiknum
Mynd: EPA
Sænski landsliðsmaðurinn Dejan Kulusevski verður ekki með Tottenham gegn Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné.

Kulusevski meiddist í 2-0 tapi Tottenham gegn Crystal Palace um helgina.

Hann hefur verið eitt helsta vopn Tottenham í sóknarleiknum síðustu ár en á þessu tímabili hefur hann komið að 21 marki.

Tottenham staðfesti í dag að Kulusevski þurfti að gangast undir aðgerð á hné vegna meiðslana og segir BBC að hann verði frá út tímabilið.

Hann missir því af úrslitaleiknum mikilvæga gegn Manchester United í Evrópudeildinni, en sigurvegarinn mun taka sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Kulusevski er þriðji mikilvægi leikmaðurinn sem Tottenham missir fyrir leikinn á eftir þeim James Maddison og Lucas Bergvall, sem eru báðir frá út tímabilið.

Úrslitaleikurinn fer fram 22. maí og er spilaður í Bilbao á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner