Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. júlí 2018 11:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
BBC: Alderweireld ekki í kortunum hjá Man Utd
Toby Alderweireld.
Toby Alderweireld.
Mynd: Getty Images
Eins og staðan er akkúrat núna er ekkert í kortunum sem bendir til þess að Manchester United sé að kaupa miðvörðinn Toby Alderweireld frá Tottenham.

Alderweireld hefur verið orðaður við Man Utd en Simon Stone, blaðamaður BBC, segir að lítið bendi til þess að hann sé á leið til félagsins.

Man Utd er að selja Daley Blind til Ajax en stuðningsmenn United vilja fá nýjan miðvörð í þessum glugga.

Alderweireld átti frábært tímabil með Spurs hitt í fyrra og byrjaði einnig vel á síðasta tímabili. Hann datt hins vegar úr byrjunarliðinu eftir meiðsli og kom aðeins við sögu í 14 deildarleikjum á tímabilinu, þar sem Davinson Sanchez var í aðalhlutverki ásamt Jan Vertonghen í hjarta varnarinnar.

Tottenham vill víst fá 75 milljónir punda fyrir belgíska varnarmanninn en Man Utd er ekki tilbúið að borga það mikið fyrir hann.

Samningur hins 29 ára gamla Alderweireld rennur út næsta sumar en Tottenham getur virkjað ákvæði í samningi hans sem mun framlengja hann um eitt ár. Ef Tottenham ákveður að gera það mun sjálfkrafa virkjast riftunarverð í samningnum upp á 25 milljónir punda.



Athugasemdir
banner
banner