Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 14. ágúst 2020 21:46
Magnús Már Einarsson
Bayern sló met með sigrinum - 155 mörk á tímabilinu
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: Getty Images
Bayern Munchen sló ýmis met með 8-2 sigri sínum gegn Barcelona í Meistardeildinni í kvöld.

Bayern varð fyrsta liðið til að vinna sex marka sigur í leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.

Þýsku meistararnir hafa raðað inn mörkum á tímabilinu og samtals hafa þeir skorað 155 mörk. Það er bæting á meti sem þeir settu tímabilði 1972/1973.

Robert Lewandowski var að sjálfsögðu á skotskónum í kvöld en hann hefur nú skorað í átta leikjum í röð í Meistaradeildinni.

Með því sló hann met sem Jurgen Klinsmann setti með Bayern árið 1996 þegar hann skoraði í sjö leikjum í röð. Lewandowski er búinn að skora fjórtán mörk í Meistaradeildinni á þessu tímabili og gæti ennþá bætt við.


Athugasemdir
banner
banner
banner