Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 14. ágúst 2020 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
Marc McAusland: Þetta eru góð þrjú stig og við áttum þau skilið
Marc McAusland fyrirliði og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur.
Marc McAusland fyrirliði og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu topplið Hauka þegar Íslandsmótið fór aftur af stað eftir covid-19 pásu nú í kvöld. Fyrir leikinn sátu heimamenn í Haukum á toppi deildarinnar og áttu gestirnir úr Njarðvík því verk fyrir höndum en þeir sátu fyrir leikinn í 4.sæti deildarinnar. 

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Njarðvík

Eftir ótrúlegar lokamínútur þá sigruðu Njarðvíkingar með marki úr vítaspyrnu þegar langt var liðið inn í uppbótartímann en þá steig fyrirliði og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur Marc McAusland á punktinn og tryggði stigin þrjú.
„Þetta var must win leikur fyrir okkur, ég veit að það er ekki langt liðið á mótið en okkur fannst við þurfa að vinna þenna leik og mér fannst við eiga sigurinn skilið þegar á heildina er litið, við vorum betri aðilinn, áttum fleirri færi og áttum skilið þrjú stig." Sagði Marc McAusland eftir leikinn í kvöld.

Lokamínúturnar voru vægast sagt umdeildar en Njarðvíkingar fengu vítaspyrnu þegar langt var liðið inn í uppbótartímann og Haukar misstu í kjölfarið mann útaf með rautt spjald og stuttu seinna fengu þeir annað rautt spjald en Marc McAusland fór yfir atburðarrásina.
„ Þetta var eftir horn og seinni bolta en þá kom fyrigjöf fyrir og ég skallaði hann en markvörðurinn varði og Kenny náði frákastinu og ég held að strákurinn hafi varið hann með hendinni á línu og við fengum víti og heppnir að fá vítið svona seint í leiknum en ég held við höfðum átt skilið þrjú stig úr leiknum en það þarf líka að skora úr vítinu og ég gerði það blessunarlega svo þetta eru góð þrjú stig og við áttum þau skilið." 

Aðspurður út í hvernig hópurinn væri eftir covid pásununa viðurkenni Marc McAusland að það væri smá ryð í liðnu og þeir væru að hrista það af sér.
„Já klárlega, nokkrar sendingar frá mér voru ekki góðar en ég held að við og Haukar vorum kannski ekki uppá okkar besta en það var viðbúið þegar það er 3 vikur í pásu og sumar æfingar þar sem það eru engar snertingar og 2 metra reglan gert það erfiðara að gera þetta 100% og sérstaklega vikuna fyrir leik er erfitt að vera ekki að æfa á þá vegu sem þú ert vanur að æfa og sumar reglur sem við vorum ekki alveg vissir með og það voru nokkrir hlutir svo við reyndum eftir bestu getu að fylgja fyrirmælum og það var krefjandi í vikunni en núna getum við farið að æfa eðlilega aftur og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik á miðvikudaginn."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner