Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 14. ágúst 2020 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
Marc McAusland: Þetta eru góð þrjú stig og við áttum þau skilið
Marc McAusland fyrirliði og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur.
Marc McAusland fyrirliði og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu topplið Hauka þegar Íslandsmótið fór aftur af stað eftir covid-19 pásu nú í kvöld. Fyrir leikinn sátu heimamenn í Haukum á toppi deildarinnar og áttu gestirnir úr Njarðvík því verk fyrir höndum en þeir sátu fyrir leikinn í 4.sæti deildarinnar. 

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Njarðvík

Eftir ótrúlegar lokamínútur þá sigruðu Njarðvíkingar með marki úr vítaspyrnu þegar langt var liðið inn í uppbótartímann en þá steig fyrirliði og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur Marc McAusland á punktinn og tryggði stigin þrjú.
„Þetta var must win leikur fyrir okkur, ég veit að það er ekki langt liðið á mótið en okkur fannst við þurfa að vinna þenna leik og mér fannst við eiga sigurinn skilið þegar á heildina er litið, við vorum betri aðilinn, áttum fleirri færi og áttum skilið þrjú stig." Sagði Marc McAusland eftir leikinn í kvöld.

Lokamínúturnar voru vægast sagt umdeildar en Njarðvíkingar fengu vítaspyrnu þegar langt var liðið inn í uppbótartímann og Haukar misstu í kjölfarið mann útaf með rautt spjald og stuttu seinna fengu þeir annað rautt spjald en Marc McAusland fór yfir atburðarrásina.
„ Þetta var eftir horn og seinni bolta en þá kom fyrigjöf fyrir og ég skallaði hann en markvörðurinn varði og Kenny náði frákastinu og ég held að strákurinn hafi varið hann með hendinni á línu og við fengum víti og heppnir að fá vítið svona seint í leiknum en ég held við höfðum átt skilið þrjú stig úr leiknum en það þarf líka að skora úr vítinu og ég gerði það blessunarlega svo þetta eru góð þrjú stig og við áttum þau skilið." 

Aðspurður út í hvernig hópurinn væri eftir covid pásununa viðurkenni Marc McAusland að það væri smá ryð í liðnu og þeir væru að hrista það af sér.
„Já klárlega, nokkrar sendingar frá mér voru ekki góðar en ég held að við og Haukar vorum kannski ekki uppá okkar besta en það var viðbúið þegar það er 3 vikur í pásu og sumar æfingar þar sem það eru engar snertingar og 2 metra reglan gert það erfiðara að gera þetta 100% og sérstaklega vikuna fyrir leik er erfitt að vera ekki að æfa á þá vegu sem þú ert vanur að æfa og sumar reglur sem við vorum ekki alveg vissir með og það voru nokkrir hlutir svo við reyndum eftir bestu getu að fylgja fyrirmælum og það var krefjandi í vikunni en núna getum við farið að æfa eðlilega aftur og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik á miðvikudaginn."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner