Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fös 14. ágúst 2020 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
Marc McAusland: Þetta eru góð þrjú stig og við áttum þau skilið
Marc McAusland fyrirliði og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur.
Marc McAusland fyrirliði og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu topplið Hauka þegar Íslandsmótið fór aftur af stað eftir covid-19 pásu nú í kvöld. Fyrir leikinn sátu heimamenn í Haukum á toppi deildarinnar og áttu gestirnir úr Njarðvík því verk fyrir höndum en þeir sátu fyrir leikinn í 4.sæti deildarinnar. 

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Njarðvík

Eftir ótrúlegar lokamínútur þá sigruðu Njarðvíkingar með marki úr vítaspyrnu þegar langt var liðið inn í uppbótartímann en þá steig fyrirliði og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur Marc McAusland á punktinn og tryggði stigin þrjú.
„Þetta var must win leikur fyrir okkur, ég veit að það er ekki langt liðið á mótið en okkur fannst við þurfa að vinna þenna leik og mér fannst við eiga sigurinn skilið þegar á heildina er litið, við vorum betri aðilinn, áttum fleirri færi og áttum skilið þrjú stig." Sagði Marc McAusland eftir leikinn í kvöld.

Lokamínúturnar voru vægast sagt umdeildar en Njarðvíkingar fengu vítaspyrnu þegar langt var liðið inn í uppbótartímann og Haukar misstu í kjölfarið mann útaf með rautt spjald og stuttu seinna fengu þeir annað rautt spjald en Marc McAusland fór yfir atburðarrásina.
„ Þetta var eftir horn og seinni bolta en þá kom fyrigjöf fyrir og ég skallaði hann en markvörðurinn varði og Kenny náði frákastinu og ég held að strákurinn hafi varið hann með hendinni á línu og við fengum víti og heppnir að fá vítið svona seint í leiknum en ég held við höfðum átt skilið þrjú stig úr leiknum en það þarf líka að skora úr vítinu og ég gerði það blessunarlega svo þetta eru góð þrjú stig og við áttum þau skilið." 

Aðspurður út í hvernig hópurinn væri eftir covid pásununa viðurkenni Marc McAusland að það væri smá ryð í liðnu og þeir væru að hrista það af sér.
„Já klárlega, nokkrar sendingar frá mér voru ekki góðar en ég held að við og Haukar vorum kannski ekki uppá okkar besta en það var viðbúið þegar það er 3 vikur í pásu og sumar æfingar þar sem það eru engar snertingar og 2 metra reglan gert það erfiðara að gera þetta 100% og sérstaklega vikuna fyrir leik er erfitt að vera ekki að æfa á þá vegu sem þú ert vanur að æfa og sumar reglur sem við vorum ekki alveg vissir með og það voru nokkrir hlutir svo við reyndum eftir bestu getu að fylgja fyrirmælum og það var krefjandi í vikunni en núna getum við farið að æfa eðlilega aftur og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik á miðvikudaginn."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner