Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fös 14. ágúst 2020 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
Marc McAusland: Þetta eru góð þrjú stig og við áttum þau skilið
Marc McAusland fyrirliði og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur.
Marc McAusland fyrirliði og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu topplið Hauka þegar Íslandsmótið fór aftur af stað eftir covid-19 pásu nú í kvöld. Fyrir leikinn sátu heimamenn í Haukum á toppi deildarinnar og áttu gestirnir úr Njarðvík því verk fyrir höndum en þeir sátu fyrir leikinn í 4.sæti deildarinnar. 

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Njarðvík

Eftir ótrúlegar lokamínútur þá sigruðu Njarðvíkingar með marki úr vítaspyrnu þegar langt var liðið inn í uppbótartímann en þá steig fyrirliði og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur Marc McAusland á punktinn og tryggði stigin þrjú.
„Þetta var must win leikur fyrir okkur, ég veit að það er ekki langt liðið á mótið en okkur fannst við þurfa að vinna þenna leik og mér fannst við eiga sigurinn skilið þegar á heildina er litið, við vorum betri aðilinn, áttum fleirri færi og áttum skilið þrjú stig." Sagði Marc McAusland eftir leikinn í kvöld.

Lokamínúturnar voru vægast sagt umdeildar en Njarðvíkingar fengu vítaspyrnu þegar langt var liðið inn í uppbótartímann og Haukar misstu í kjölfarið mann útaf með rautt spjald og stuttu seinna fengu þeir annað rautt spjald en Marc McAusland fór yfir atburðarrásina.
„ Þetta var eftir horn og seinni bolta en þá kom fyrigjöf fyrir og ég skallaði hann en markvörðurinn varði og Kenny náði frákastinu og ég held að strákurinn hafi varið hann með hendinni á línu og við fengum víti og heppnir að fá vítið svona seint í leiknum en ég held við höfðum átt skilið þrjú stig úr leiknum en það þarf líka að skora úr vítinu og ég gerði það blessunarlega svo þetta eru góð þrjú stig og við áttum þau skilið." 

Aðspurður út í hvernig hópurinn væri eftir covid pásununa viðurkenni Marc McAusland að það væri smá ryð í liðnu og þeir væru að hrista það af sér.
„Já klárlega, nokkrar sendingar frá mér voru ekki góðar en ég held að við og Haukar vorum kannski ekki uppá okkar besta en það var viðbúið þegar það er 3 vikur í pásu og sumar æfingar þar sem það eru engar snertingar og 2 metra reglan gert það erfiðara að gera þetta 100% og sérstaklega vikuna fyrir leik er erfitt að vera ekki að æfa á þá vegu sem þú ert vanur að æfa og sumar reglur sem við vorum ekki alveg vissir með og það voru nokkrir hlutir svo við reyndum eftir bestu getu að fylgja fyrirmælum og það var krefjandi í vikunni en núna getum við farið að æfa eðlilega aftur og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik á miðvikudaginn."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner