Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   fös 14. ágúst 2020 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
Marc McAusland: Þetta eru góð þrjú stig og við áttum þau skilið
Marc McAusland fyrirliði og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur.
Marc McAusland fyrirliði og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu topplið Hauka þegar Íslandsmótið fór aftur af stað eftir covid-19 pásu nú í kvöld. Fyrir leikinn sátu heimamenn í Haukum á toppi deildarinnar og áttu gestirnir úr Njarðvík því verk fyrir höndum en þeir sátu fyrir leikinn í 4.sæti deildarinnar. 

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Njarðvík

Eftir ótrúlegar lokamínútur þá sigruðu Njarðvíkingar með marki úr vítaspyrnu þegar langt var liðið inn í uppbótartímann en þá steig fyrirliði og aðstoðarþjálfari Njarðvíkur Marc McAusland á punktinn og tryggði stigin þrjú.
„Þetta var must win leikur fyrir okkur, ég veit að það er ekki langt liðið á mótið en okkur fannst við þurfa að vinna þenna leik og mér fannst við eiga sigurinn skilið þegar á heildina er litið, við vorum betri aðilinn, áttum fleirri færi og áttum skilið þrjú stig." Sagði Marc McAusland eftir leikinn í kvöld.

Lokamínúturnar voru vægast sagt umdeildar en Njarðvíkingar fengu vítaspyrnu þegar langt var liðið inn í uppbótartímann og Haukar misstu í kjölfarið mann útaf með rautt spjald og stuttu seinna fengu þeir annað rautt spjald en Marc McAusland fór yfir atburðarrásina.
„ Þetta var eftir horn og seinni bolta en þá kom fyrigjöf fyrir og ég skallaði hann en markvörðurinn varði og Kenny náði frákastinu og ég held að strákurinn hafi varið hann með hendinni á línu og við fengum víti og heppnir að fá vítið svona seint í leiknum en ég held við höfðum átt skilið þrjú stig úr leiknum en það þarf líka að skora úr vítinu og ég gerði það blessunarlega svo þetta eru góð þrjú stig og við áttum þau skilið." 

Aðspurður út í hvernig hópurinn væri eftir covid pásununa viðurkenni Marc McAusland að það væri smá ryð í liðnu og þeir væru að hrista það af sér.
„Já klárlega, nokkrar sendingar frá mér voru ekki góðar en ég held að við og Haukar vorum kannski ekki uppá okkar besta en það var viðbúið þegar það er 3 vikur í pásu og sumar æfingar þar sem það eru engar snertingar og 2 metra reglan gert það erfiðara að gera þetta 100% og sérstaklega vikuna fyrir leik er erfitt að vera ekki að æfa á þá vegu sem þú ert vanur að æfa og sumar reglur sem við vorum ekki alveg vissir með og það voru nokkrir hlutir svo við reyndum eftir bestu getu að fylgja fyrirmælum og það var krefjandi í vikunni en núna getum við farið að æfa eðlilega aftur og við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik á miðvikudaginn."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner