Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. ágúst 2020 08:30
Aksentije Milisic
Smalling sagður vilja fara til Roma - Til í að taka á sig launalækkun
Mynd: Getty Images
Chris Smalling, varnarmaður Manchester United, er sagður vera klár í að taka á sig launalækkun og ganga til liðs við Roma.

Smalling var á láni hjá Roma á síðustu leiktíð og stóð sig mjög vel. Manchester United hefur sett 20 milljóna punda verðmiða á Smalling en hann á tvö ár eftir af samningi sínum hjá United.

Smalling kom til Manchester í síðustu viku en þessi 30 ára gamli leikmaður er með 130 þúsund pund á viku í laun hjá United.

Roma og Inter Milan eru áhugasöm um að kaupa Smalling og segir enski miðilinn The Sun frá því að Smalling sé til í að taka á sig launalækkun til þess að komast aftur til Ítalíu.

Smalling spilaði 30 leiki fyrir Roma á tímabilinu og tókst að skora þrjú mörk og leggja upp tvö sem verður að teljast góður árangur fyrir miðvörð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner