Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. ágúst 2022 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Vardy er í viðræðum um nýjan samning
Mynd: Getty Images

Sóknarmaðurinn knái Jamie Vardy á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Leicester og er kominn í viðræður um nýjan samning.


Vardy verður 36 ára í janúar en er enn í fullu fjöri í byrjunarliði Leicester þar sem hann leikur í fremstu víglínu.

Vardy hefur verið eftirsóttur af ýmsum félögum í gegnum tíðina og var orðaður við stórlið í sumar þrátt fyrir hækkandi aldur.

Hann er búinn að gefa eina stoðsendingu í fyrstu tveimur umferðum úrvalsdeildartímabilsins eftir að hafa skorað 15 mörk í 25 leikjum á síðustu leiktíð.

Vardy hefur verið hjá Leicester síðan 2012 en þar áður raðaði hann inn mörkunum í neðri deildum enska boltans. Hann var svo sannarlega stór fiskur í lítilli tjörn áður en hann tók stökkið upp í úrvalsdeildina þar sem hann skoraði nánast eitt mark á leik fyrir félagsskiptin.

Vardy á 164 mörk í 387 leikjum hjá Leicester og hjálpaði félaginu að vinna Englandsmeistaratitilinn 2016 þar sem hann var næstmarkahæstur í deildinni með 24 mörk, einu marki eftir Harry Kane.

„Hungrið er enn til staðar. Hann er tilbúinn til að gera nýjan samning og það er eitthvað sem félagið er að skoða. Jamie er leikmaður sem nýtir sér plássið fyrir aftan varnarlínuna en ef það er ekki pláss þá er hann bestur í að klára lágar fyrirgjafir," sagði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester.

„Hann leit vel út á undirbúningstímabilinu og er að æfa vel."


Athugasemdir
banner
banner