
Elaina LaMacchia, markvörður Fram, er að glíma við slæm hnémeiðsli og verður frá út tímabilið vegna þess.
Þetta kom fram í hlaðvarpinu Uppbótartíminn sem gefið var út núna í morgun.
Þetta kom fram í hlaðvarpinu Uppbótartíminn sem gefið var út núna í morgun.
Elaina fór meidd af velli eftir 75 mínútur í 3-2 tapi Fram gegn FHL í Bestu deild kvenna á þriðjudag.
Elaina er einn besti markvörður Bestu deildarinnar en það er mikið högg fyrir Fram að missa hana. Fram reyndi í gær að fá annan markvörð í hennar stað en félagaskiptaglugginn lokaði á miðnætti. Ekki tókst fyrir Framara að fá annan markvörð yfir línuna.
Fram er sem stendur með 15 stig, fimm stigum frá fallsæti í Bestu deildinni. Liðið hefur ekki verið að spila nægilega vel upp á síðkastið.
Athugasemdir