Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   lau 14. september 2019 14:08
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Liverpool og Newcastle: Mane bestur
Liverpool lenti undir snemma leiks er Newcastle kíkti í heimsókn á Anfield. Sadio Mane sneri þó stöðunni við fyrir leikhlé og var besti maður vallarins.

Hann fær hæstu einkunn af öllum á vellinum frá Sky Sports, eða 9. Roberto Firmino, sem kom inn af bekknum fyrir meiddan Divock Origi í fyrri hálfleik, og Mohamed Salah fengu 8 fyrir sinn þátt.

Í liði Newcastle var Martin Dubravka bestur enda varði hann feykilega vel í leiknum. Enginn leikmaður gestanna þótti áberandi slakur og fengu þeir ýmist 6 eða 7 fyrir sinn þátt.

Til samanburðar fengu allir í liði Liverpool 7 í einkunn, að undanskildum Origi og James Milner sem kom inn af bekknum.

Liverpool er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Newcastle er áfram með fjögur stig.

Liverpool: Adrian (7), Alexander-Arnold (7), Matip (7), Van Dijk (7), Robertson (7), Fabinho (7), Wijnaldum (7), Oxlade-Chamberlain (7), Mane (9), Origi (6), Salah (8).
Varamenn: Firmino (8), Milner (6)

Newcastle: Dubravka (8), Krafth (6), Lascelles (7), Schar (6), Dummett (7), Atsu (7), Hayden (6), Shelvey (6), Willems (7), Almiron (7), Joelinton (7).
Varamenn: Muto (6), Manquillo (6)
Athugasemdir