Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 14. september 2020 22:06
Baldvin Már Borgarsson
Ási Arnars: Dómarinn hafði ekki þor
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis var ekki nógu sáttur eftir 2-2 jafntefli gegn Gróttu á Vivaldivellinum fyrr í kvöld.

Grótta og Fjölnir eru í bullandi fallbaráttu í Pepsi Max deild karla og gerði stigið ekki mikið fyrir hvort lið en Fjölnismenn eru enn án sigurs og Gróttumenn eru með einn sigur, gegn Fjölni í fyrri umferðinni.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Fjölnir

„Eins og oft áður, ótrúlega svekktir með lokaniðurstöðuna, ég er ánægður með strákana að mörgu leyti í dag.''

„Það var auðvitað mikið undir, mikill baráttu leikur og við gáfum allt í þetta í dag. Við komumst tvisvar sinnum í forystu og föllum kannski í þá gryfju að fara að verja forystuna og föllum of aftarlega og gefum þá færi á okkur sem felst í því að þeir fá bara ódýrar hornspyrnur, það er þeirra hættulegasta vopn og það eru okkar stærstu mikstök.''


Fjölnir vildi vítaspyrnu undir lokin þar sem Atli Gunnar virtist togaður niður.

„Því miður virtist dómarinn ekki hafa þor í sér að taka stóra ákvörðun undir lokin þar sem að augljós vítaspyrna er inn í teig þar sem þeir rífa Atla niður.''

Nánar er rætt við Ása í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Ási betur um leikinn, dómgæsluna, framhaldið og það að missa út sterka leikmenn fyrir mót.
Athugasemdir