Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 14. september 2020 21:56
Aksentije Milisic
Atli Gunnar: Ég er stór en get ekki slegist við fjóra í einu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta og Fjölnir áttust við í Pepsi Max deild karla í kvöld og var um alvöru fallbaráttuslag að ræða.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Fjölnir

Fjölnismenn komust yfir í tvígang en það dugði ekki til. Grótta jafnaði þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður Fjölnir, var svekktur með að taka ekki öll stigin í kvöld.

„Við mættum algjörlega tilbúnir í þennan leik. Það var barátta í okkur, við vorum klárir í þetta verkefni og það sýndi sig í fyrri hálfeik. Þeir sköpuðu sér ekki neitt og voru bara með þessi föstu leikatrið sem þeir eru góðir í. Þessi föstu leikatriði hjá þeim var það eina sem þeir höfðu í leiknum og við vissum af því. Við náðum ekki að klukka þá nógu vel í dag," sagði Atli svekktur.

Fjölnir hefur enn ekki unnið leik og var Atli spurður að því hvað sigur hefði þýtt fyrir Fjölni og hvort þetta jafntefli væri ekki mjög súrt fyrir liðið.

„Það hefði þýtt bara allt, úr því sem komið er. Það hefði verið líflína en núna er þetta erfitt. Við verðum að gíra okkur enn meira í næsta leik en tölfræðilega erum við ekki fallnir."

Getur Fjölnir haldið sér uppi?

„Það er alveg von. Við þurfum bara að eiga frábært átta leikja mót, Við verðum að „bring okkar A-game" í alla leikina."

Að lokum kvartaði Atli yfir því hversu mikið leikmenn Gróttu voru að ýta honum í föstum leikatriðum. Hann segir að hann sé stór en að hann geti hreinlega ekki slegist við fjóra leikmenn í einu.

Nánar er rætt við Atla Gunnar í myndbandinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner