Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
banner
   mán 14. september 2020 21:56
Aksentije Milisic
Atli Gunnar: Ég er stór en get ekki slegist við fjóra í einu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta og Fjölnir áttust við í Pepsi Max deild karla í kvöld og var um alvöru fallbaráttuslag að ræða.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Fjölnir

Fjölnismenn komust yfir í tvígang en það dugði ekki til. Grótta jafnaði þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður Fjölnir, var svekktur með að taka ekki öll stigin í kvöld.

„Við mættum algjörlega tilbúnir í þennan leik. Það var barátta í okkur, við vorum klárir í þetta verkefni og það sýndi sig í fyrri hálfeik. Þeir sköpuðu sér ekki neitt og voru bara með þessi föstu leikatrið sem þeir eru góðir í. Þessi föstu leikatriði hjá þeim var það eina sem þeir höfðu í leiknum og við vissum af því. Við náðum ekki að klukka þá nógu vel í dag," sagði Atli svekktur.

Fjölnir hefur enn ekki unnið leik og var Atli spurður að því hvað sigur hefði þýtt fyrir Fjölni og hvort þetta jafntefli væri ekki mjög súrt fyrir liðið.

„Það hefði þýtt bara allt, úr því sem komið er. Það hefði verið líflína en núna er þetta erfitt. Við verðum að gíra okkur enn meira í næsta leik en tölfræðilega erum við ekki fallnir."

Getur Fjölnir haldið sér uppi?

„Það er alveg von. Við þurfum bara að eiga frábært átta leikja mót, Við verðum að „bring okkar A-game" í alla leikina."

Að lokum kvartaði Atli yfir því hversu mikið leikmenn Gróttu voru að ýta honum í föstum leikatriðum. Hann segir að hann sé stór en að hann geti hreinlega ekki slegist við fjóra leikmenn í einu.

Nánar er rætt við Atla Gunnar í myndbandinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner