Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 14. september 2020 21:56
Aksentije Milisic
Atli Gunnar: Ég er stór en get ekki slegist við fjóra í einu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta og Fjölnir áttust við í Pepsi Max deild karla í kvöld og var um alvöru fallbaráttuslag að ræða.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Fjölnir

Fjölnismenn komust yfir í tvígang en það dugði ekki til. Grótta jafnaði þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður Fjölnir, var svekktur með að taka ekki öll stigin í kvöld.

„Við mættum algjörlega tilbúnir í þennan leik. Það var barátta í okkur, við vorum klárir í þetta verkefni og það sýndi sig í fyrri hálfeik. Þeir sköpuðu sér ekki neitt og voru bara með þessi föstu leikatrið sem þeir eru góðir í. Þessi föstu leikatriði hjá þeim var það eina sem þeir höfðu í leiknum og við vissum af því. Við náðum ekki að klukka þá nógu vel í dag," sagði Atli svekktur.

Fjölnir hefur enn ekki unnið leik og var Atli spurður að því hvað sigur hefði þýtt fyrir Fjölni og hvort þetta jafntefli væri ekki mjög súrt fyrir liðið.

„Það hefði þýtt bara allt, úr því sem komið er. Það hefði verið líflína en núna er þetta erfitt. Við verðum að gíra okkur enn meira í næsta leik en tölfræðilega erum við ekki fallnir."

Getur Fjölnir haldið sér uppi?

„Það er alveg von. Við þurfum bara að eiga frábært átta leikja mót, Við verðum að „bring okkar A-game" í alla leikina."

Að lokum kvartaði Atli yfir því hversu mikið leikmenn Gróttu voru að ýta honum í föstum leikatriðum. Hann segir að hann sé stór en að hann geti hreinlega ekki slegist við fjóra leikmenn í einu.

Nánar er rætt við Atla Gunnar í myndbandinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner