Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 14. september 2020 21:56
Aksentije Milisic
Atli Gunnar: Ég er stór en get ekki slegist við fjóra í einu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta og Fjölnir áttust við í Pepsi Max deild karla í kvöld og var um alvöru fallbaráttuslag að ræða.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Fjölnir

Fjölnismenn komust yfir í tvígang en það dugði ekki til. Grótta jafnaði þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður Fjölnir, var svekktur með að taka ekki öll stigin í kvöld.

„Við mættum algjörlega tilbúnir í þennan leik. Það var barátta í okkur, við vorum klárir í þetta verkefni og það sýndi sig í fyrri hálfeik. Þeir sköpuðu sér ekki neitt og voru bara með þessi föstu leikatrið sem þeir eru góðir í. Þessi föstu leikatriði hjá þeim var það eina sem þeir höfðu í leiknum og við vissum af því. Við náðum ekki að klukka þá nógu vel í dag," sagði Atli svekktur.

Fjölnir hefur enn ekki unnið leik og var Atli spurður að því hvað sigur hefði þýtt fyrir Fjölni og hvort þetta jafntefli væri ekki mjög súrt fyrir liðið.

„Það hefði þýtt bara allt, úr því sem komið er. Það hefði verið líflína en núna er þetta erfitt. Við verðum að gíra okkur enn meira í næsta leik en tölfræðilega erum við ekki fallnir."

Getur Fjölnir haldið sér uppi?

„Það er alveg von. Við þurfum bara að eiga frábært átta leikja mót, Við verðum að „bring okkar A-game" í alla leikina."

Að lokum kvartaði Atli yfir því hversu mikið leikmenn Gróttu voru að ýta honum í föstum leikatriðum. Hann segir að hann sé stór en að hann geti hreinlega ekki slegist við fjóra leikmenn í einu.

Nánar er rætt við Atla Gunnar í myndbandinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner