Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
   mán 14. september 2020 21:56
Aksentije Milisic
Atli Gunnar: Ég er stór en get ekki slegist við fjóra í einu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta og Fjölnir áttust við í Pepsi Max deild karla í kvöld og var um alvöru fallbaráttuslag að ræða.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  2 Fjölnir

Fjölnismenn komust yfir í tvígang en það dugði ekki til. Grótta jafnaði þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður Fjölnir, var svekktur með að taka ekki öll stigin í kvöld.

„Við mættum algjörlega tilbúnir í þennan leik. Það var barátta í okkur, við vorum klárir í þetta verkefni og það sýndi sig í fyrri hálfeik. Þeir sköpuðu sér ekki neitt og voru bara með þessi föstu leikatrið sem þeir eru góðir í. Þessi föstu leikatriði hjá þeim var það eina sem þeir höfðu í leiknum og við vissum af því. Við náðum ekki að klukka þá nógu vel í dag," sagði Atli svekktur.

Fjölnir hefur enn ekki unnið leik og var Atli spurður að því hvað sigur hefði þýtt fyrir Fjölni og hvort þetta jafntefli væri ekki mjög súrt fyrir liðið.

„Það hefði þýtt bara allt, úr því sem komið er. Það hefði verið líflína en núna er þetta erfitt. Við verðum að gíra okkur enn meira í næsta leik en tölfræðilega erum við ekki fallnir."

Getur Fjölnir haldið sér uppi?

„Það er alveg von. Við þurfum bara að eiga frábært átta leikja mót, Við verðum að „bring okkar A-game" í alla leikina."

Að lokum kvartaði Atli yfir því hversu mikið leikmenn Gróttu voru að ýta honum í föstum leikatriðum. Hann segir að hann sé stór en að hann geti hreinlega ekki slegist við fjóra leikmenn í einu.

Nánar er rætt við Atla Gunnar í myndbandinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner