Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. september 2020 23:30
Aksentije Milisic
Dijk gert flestu mistökin sem hafa kostað mörk síðan 2018
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, gerði sig sekan um slæm mistök um helgina í leiknum gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni.

Dijk lenti í brasi eftir sendingu frá Mateus Klich sem endaði með því að Patrick Bamford hirti boltann og skoraði framhjá Allison í markinu og jafnaði leikinn í 2-2. Liverpool kláraði leikinn 4-3 með marki seint í leiknum.

Þessi einstaklingsmistök hjá Dijk voru þau þriðju sem kosta Liverpool mark frá byrjun tímabils 2018/2019. Enginn annar leikmaður hefur gert fleiri mistök sem leiða beint til marks hjá andstæðingnum á þessum tíma.

David Luiz, varnarmaður Arsenal, er með sama fjölda mistaka en hann hefur gert þau í 69 leikjum. Dijk er búinn að spila 77 leiki á þessum tíma.

Samkvæmt Opta Sports, eru mistök hjá varnarmönnum þannig að þegar varnarmaðurinn missir boltann sem leiðir til skot á mark eða í markið.

Dijk hefur spilað mikið af leikjum á þessum tíma, fleiri en margir aðrir svo það getur haft sitt að segja í þessu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner