Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. október 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Bowen tekur við Reading (Staðfest)
Leikmenn Reading hafa fengið nýjan stjóra.
Leikmenn Reading hafa fengið nýjan stjóra.
Mynd: Getty Images
Mark Bowen hefur verið ráðinn stjóri Reading í ensku Championship deildinni.

Reading, sem er í 22. sæti af 24 liðum í Championship deildinni, rak stjóra sinn Jose Gomes í síðustu viku.

Bowen hefur verið yfirmaður íþróttamála hjá Reading en hann hefur nú tekið við stjórastarfinu.

Hinn 55 ára gamli Bowen hefur starfað hjá hinum ýmsu félögum í gegnum tíðina en hann er nú í fyrsta skipti ráðinn sem stjóri. Bowen stýrði þó QPR tímabundið sem stjóri árið 2012.

Jökull Andrésson, markvörður U19 ára landsliðs Íslands, er á mála hjá Reading. Jón Daði Böðvarsson lék með Reading síðustu tvö tímabil áður en hann var seldur til Millwall í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner