Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
banner
   mán 14. október 2024 23:28
Sverrir Örn Einarsson
„Tvö mörk í leik á heimavelli á að vera nóg til að vinna“
Icelandair
Age var ekki alveg jafn kátur í leikslok
Age var ekki alveg jafn kátur í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Liðið var að virka vel varnarlega. Þeir sköpuðu ekki mikið gegn okkur, í fyrri hálfleik lítið sem ekkert. Við vorum samt heldur ákafir á köflum og hefðum getað haldið boltanum betur.“

Sagði Age Hareide þjálfari Íslands um frammistöðu liðsins framan af leik er hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir 4-2 tap Íslands gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

Eftir rúmlega klukkustundarleik fór mjög að draga af liði Íslands að mati fréttaritara ig Tyrkir fóru að verða sífellt meira ógnandi. Þrátt fyrir það var Age spar á skiptingar í leiknum og gerði aðeins tvær af þeim fimm sem heimilt er að gera. Einn þeirra leikmanna sem kom ekki við sögu var Gylfi Þór Sigurðsson sem lék nokkrar mínútur gegn Wales en fékk ekki tækifæri í kvöld.

„ Orri og Andri sem léku frammi í dag og gegn Wales voru að skila góðu verki og skoruðu til að mynda báðir og unnu vel. Til að spila gegn Tyrkjum kusum við að nota þá tvo. Við eigum Gylfa inni en ég held að við verðum að nota hann þegar við höfum meiri stjórn á leikjum. Í kvöld vorum við að elta leikinn í lokin og ég tel það ekki henta Gylfa. En við getum sannarlega notað hann ef við erum við stjórn enda er hann frábær á boltann.“

Um veikleika Íslands og það að liðið hefur ekki náð stöðugleika sagði Age.

Hvað get ég sagt? Við gerum einfaldlega of mörg mistök til þess að vinna leikinn. Það er megin vandamálið. Sérstaklega þegar þeir herja á okkur undir lokin. Við þurfum að standa það af okkur sem við gerðum ekk

„Það fyrsta sem við þurfum að bæta er að verjast allar 90 mínútur leiksins og takmarka þessi mistök. Ef við gerum svona þung mistök líkt og við höfum gert í þessum tveimur leikjum þá vinnum við ekki leiki. Við erum að skora tvö mörk í leik á heimavelli og það á bara að vera nóg til að vinna. “
Athugasemdir
banner
banner
banner