Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. janúar 2020 11:43
Elvar Geir Magnússon
Barcelona að fá brasilískan miðjumann
Matheus Fernandes.
Matheus Fernandes.
Mynd: Getty Images
El Mundo Deportivo segir að Barcelona hafi náð samkomulagi við brasilíska félagið Palmeiras um kaupverð á brasilíska miðjumanninum Matheus Fernandes.

Þessum 21 árs leikmanni hefur verið líkt við Sergio Busquets.

Palmeiras keypti hann frá Botafogo fyrir ári síðan en leikmanninum tókst ekki að hjálpa liðinu að forðast sitt fyrsta fall úr efstu deild í sögunni.

Fernandes er með samning við Palmeiras til 2023.

Það stefnir í að hann verði fyrsti leikmaðurinn sem Barcelona fær til sín eftir að Quique Setien var ráðinn nýr þjálfari.
Athugasemdir
banner
banner
banner