Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   mið 31. desember 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche: Ennþá smá pirraðir eftir Man City leikinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sean Dyche þjálfari Nottingham Forest var svekktur eftir tap á heimavelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Heimamenn í Nottingham voru sterkara liðið en tókst ekki að setja boltann í netið. Gestirnir skoruðu hins vegar tvö mörk þar sem James Garner var hetjan með mark í fyrri hálfleik og stoðsendingu í þeim seinni. Lokatölur 0-2.

„Við vorum ekki nægilega góðir en við mættum sterkum andstæðingum sem vörðust vel. Ég þekki hópinn hjá Everton mjög vel og þeir stóðu sig vel í dag. Við gáfum þeim alltof auðveld tækifæri og þeir refsuðu okkur," sagði Dyche sem telur að leikmenn sínir séu ennþá pirraðir eftir dramatískt tap gegn Manchester City um helgina.

Dyche var gríðarlega ósáttur með dómgæsluna þar sem hann sagði dómarann hafa gefið Man City sigurinn.

„Við vorum ennþá smá pirraðir eftir Manchester City leikinn útaf þessari tilfinningu sem við höfum um að eitthvað hafi verið tekið af okkur. Við áttum skilið að fá að minnsta kosti eitt stig þar en í dag vorum við alltof barnalegir og töpuðum gegn reynslumiklum andstæðingum í leik sem við stjórnuðum. Við vorum alltof hægir og fyrirsjáanlegir."

Forest er með 18 stig eftir 19 umferðir, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

„Þetta er hæfileikaríkur leikmannahópur en það vantar reynsluna. Þetta eru ungir leikmenn með litla reynslu úr úrvalsdeildinni og þeir réðu ekki við reynslumikið lið Everton."

Dyche var einnig spurður hvort Forest hyggst kaupa inn nýja leikmenn í janúar í ljósi arfaslaks gengis á fyrri hluta tímabils.

„Við erum alltaf að horfa í kringum okkur en við munum ekki fá inn nýja leikmenn nema að þeir passi vel í hópinn."

Dyche þjálfaði Everton í tvö ár frá janúar 2023 til 2025 og tók við Forest í seinni hluta október.

   27.12.2025 18:45
Dyche mjög ósáttur með dómgæsluna

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir