Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   mið 31. desember 2025 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að reglurnar séu ruglingslegar
Mynd: EPA
Nuno Espirito Santo, stjóri West Ham, segir að reglurnar séu ruglingslegar eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Brighton í gær.

Brighton fékk tvær vítaspyrnur í leiknum en West Ham eina. Danny Welbeck jafnaði metin í 1-1 og hefði getað komið Brighton yfir eftir að Lucas Paqueta reif Lewis Dunk harkalega niður. Welbeck skaut í slána.

Espirito Santo gaf í skyn að það hefði ekki átt að vera vítaspyrna.

„Ég var að tala við dómarann því það eru mörg atvik á þessu tímabili sem þeir dæma ekki á. Það er ruglingslegt fyrir leikmenn hversu mikið þeir mega snerta andstæðinginn," sagði Espirito Santo.

„Dómarinn verður að vera skýr, við funduðum með dómarasamtökunum í byrjun tímabilsins. Nú þegar tímabilið er hálfnað ættu þeir að ræða aftur við leikmennina."
Athugasemdir
banner