Síðasti dagur ársins er í dag og síðasti slúðurpakki ársins er kominn í hús. Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Oscar Bobb, vængmaður Man City, gæti gengið til liðs við Dortmund á láni út tímabilið en Crystal Palace, Bournemouth og Newcastle hafa einnig áhuga á þessum 22 ára gamla Norðmanni. (Mail)
Liverpool hefur enn áhuga á að fá Marc Guehi, 25, frá Crystal Palace næsta sumar en hann vill helst fara til Real Madrid. (AS)
Juventus hefur áhuga á Guido Rodriguez, 31, miðjumanni West Ham. (Sky á Ítalíu)
Tottenham gæti reynt við Maghnes Akliouche, 23, miðjumann Mónakó, í janúar. (Mail)
Roma vill fá nýjan varnarmann og er með augastað á tveimur úr úrvalsdeildinni. Það eru þeir Radu Dragusin, 23, hjá Tottenham og Axel Disasi, 27, hjá Chelsea. (Sky á Ítalíu)
Juventus mun líklega ekki kaupa Sandro Tonali, 25, frá Newcastle í januar en ætla að setja í næsta gír næsta sumar. (La Gazzetta dello Sport)
Það er bjartsýni í herbúðum Man City um að félagið vinni Man Utd í baráttunni um Elliot Anderson, 23, miðjumann Nottingham Forest)
Fenerbahce hefur lagt fram munnlegt tilboð í hinn 28 ára gamla Christopher Nkunku, framherja Milan. (Calciomercato)
Real Madrid hefur blandað sér í baráttuna um Nico Schlotterbeck, 26 ára gamlan varnarmann Dortmund. Þýska félagið metur hann á um 60 milljónir punda. (Sport)
Juventus íhugar að fá Federico Chiesa, 28, aftur frá Liverpool. (La Gazzetta dello Sport)
Davide Baresaghi, tvítugur bakvörður Milan, er einn af nokkrum leikmönnum sem Arsenal er að skoða fyrir janúargluggann. (CaughtOffside)
Vonir Leeds um að næla í James McAtee, miðjumann Nottingham Forest, hafa minnkað en hann er orðaður erlendis. (Football Insider)
Fulham mun gera annað tilboð í Ricardo Pepi, 22 ára gamlan framherja PSV. (Ben Jacobs)
Athugasemdir



