Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
   mið 31. desember 2025 12:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stórlið á eftir Joao Cancelo
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Joao Cancelo yfirgefur sádi arabíska félagið Al-Hilal í janúar samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.

Inter hefur sett sig í samband við Al-Hilal og Jorge Mendes, umboðsmann Cancelo.

Barcelona hefur verið upplýst um tækifærið en fjármálareglur koma í veg fyrir að hann fari til spænska liðsins.

Juventus hefur einnig verið í sambandi við Mendes.
Athugasemdir
banner