David Moyes og James Garner voru kátir eftir sigur Everton á útivelli gegn Nottingham Forest í gærkvöldi.
Garner er eftirsóttur og hefur verið orðaður við ýmis stórveldi á síðustu vikum. Hann var hetja Everton í gær þegar hann skoraði og lagði upp í 0-2 sigri.
„Þetta eru ein af betri úrslitum sem við höfum náð undir minni stjórn ef við miðum við hversu marga leikmenn vantar í hópinn. Við vörðumst vel í dag og nýttum okkar færi gegn sterkum andstæðingum. Þeir voru mikið með boltann en við vörðumst virkilega vel og ég er stoltur af strákunum," sagði Moyes þjálfari, en Everton er með 28 stig eftir 19 umferðir - aðeins fjórum stigum frá meistaradeildarsæti.
„Ég bjóst við mjög erfiðum leik útaf því að við spiluðum ekki nógu vel gegn Burnley í síðustu umferð á meðan Forest átti mjög flottan leik gegn Manchester City og voru óheppnir að tapa."
Garner var maður leiksins en hann er 24 ára gamall með eitt og hálft ár eftir af samningi. Garner var hetjan gegn Forest en hann lék á láni hjá félaginu í eitt og hálft ár í Championship deildinni frá 2021 til 2022.
„James (Garner) var stórkostlegur í kvöld að spila gegn sínu gamla félagi. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur á tímabilinu og er búinn að þroskast mikið. Hann er að taka sífellt meiri ábyrgð á sig og leiðtogahæfileikarnir eru byrjaðir að skína í gegn.
„Það kemur ekki á óvart að félög séu áhugasöm um hann en ég hef engar áhyggjur af því að hann fari í janúarglugganum."
Moyes hrósaði einnig Thierno Barry, sem skoraði seinna mark Everton en er aðeins kominn með 2 mörk í 19 leikjum, og ræddi um markmið tímabilsins.
„Við viljum vera að berjast um evrópusæti og ætlum að gera allt í okkar valdi til þess. Þetta verður samt mjög erfitt þar til við fáum lykilmenn til baka úr meiðslum og öðrum verkefnum."
Garner svaraði líka spurningum og tók í svipaða strengi og þjálfarinn sinn.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 19 | 14 | 3 | 2 | 37 | 12 | +25 | 45 |
| 2 | Man City | 18 | 13 | 1 | 4 | 43 | 17 | +26 | 40 |
| 3 | Aston Villa | 19 | 12 | 3 | 4 | 30 | 23 | +7 | 39 |
| 4 | Liverpool | 18 | 10 | 2 | 6 | 30 | 26 | +4 | 32 |
| 5 | Chelsea | 19 | 8 | 6 | 5 | 32 | 21 | +11 | 30 |
| 6 | Man Utd | 19 | 8 | 6 | 5 | 33 | 29 | +4 | 30 |
| 7 | Sunderland | 18 | 7 | 7 | 4 | 20 | 18 | +2 | 28 |
| 8 | Everton | 19 | 8 | 4 | 7 | 20 | 20 | 0 | 28 |
| 9 | Brentford | 18 | 8 | 2 | 8 | 28 | 26 | +2 | 26 |
| 10 | Newcastle | 19 | 7 | 5 | 7 | 26 | 24 | +2 | 26 |
| 11 | Crystal Palace | 18 | 7 | 5 | 6 | 21 | 20 | +1 | 26 |
| 12 | Fulham | 18 | 8 | 2 | 8 | 25 | 26 | -1 | 26 |
| 13 | Tottenham | 18 | 7 | 4 | 7 | 27 | 23 | +4 | 25 |
| 14 | Brighton | 19 | 6 | 7 | 6 | 28 | 27 | +1 | 25 |
| 15 | Bournemouth | 19 | 5 | 8 | 6 | 29 | 35 | -6 | 23 |
| 16 | Leeds | 18 | 5 | 5 | 8 | 25 | 32 | -7 | 20 |
| 17 | Nott. Forest | 19 | 5 | 3 | 11 | 18 | 30 | -12 | 18 |
| 18 | West Ham | 19 | 3 | 5 | 11 | 21 | 38 | -17 | 14 |
| 19 | Burnley | 19 | 3 | 3 | 13 | 20 | 37 | -17 | 12 |
| 20 | Wolves | 19 | 0 | 3 | 16 | 11 | 40 | -29 | 3 |
Athugasemdir



