Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. janúar 2022 23:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valdimar og Kaj Leo til Östersund?
Valdimar í leik með U21 landsliði Íslands.
Valdimar í leik með U21 landsliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Þór Ingimundarson er á lista hjá sænska félaginu Östersund.

Þetta segir Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi á Viaplay og fyrrum fréttaritari Fótbolta.net, á Twitter.

Valdimar er á förum frá norska úrvalsdeildarfélaginu Stromsgödset. Hann hefur verið orðaður við félög hér heima en það er einnig áhugi á honum á Norðurlöndunum.

Östersund mun leika í sænsku B-deildinni á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Orri segir jafnframt að félagið hafi sýnt Kaj Leo í Bartalsstovu áhuga. Kaj er þrítugur Færeyingur sem spilar oftast á kantinum. Hann lék með FH og ÍBV áður en hann gekk í raðir Vals árið 2019. Hann er núna samningslaus eftir að hafa yfirgefið Val.

Orri segir að Kaj sé búinn að fá tilboð frá Östersund. Hann hefur einnig vakið áhuga hérlendis og hefur hann meðal annars verið orðaður við Keflavík.


Athugasemdir
banner
banner