Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. febrúar 2016 08:35
Þórður Már Sigfússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Úttekt: Stöðnun í uppbyggingu hjá KR?
Hugmynd að framtíðaruppbyggingu svæðisins
Þórður Már Sigfússon
Þórður Már Sigfússon
Frostaskjól er umlukt íbúðarsvæðum og aðgengi að svæðinu er gott. Mikið svigrúm fyrir uppbyggingu á svæðinu.
Frostaskjól er umlukt íbúðarsvæðum og aðgengi að svæðinu er gott. Mikið svigrúm fyrir uppbyggingu á svæðinu.
Mynd: Já.is
Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir stúku sem rúmar 1.800 manns í sæti gegnt gömlu stúkunnni.
Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir stúku sem rúmar 1.800 manns í sæti gegnt gömlu stúkunnni.
Mynd: T.ark - teiknistofan ehf.
Það þarf þó að byggja meira en stúku á svæðinu, kannski knatthús í fullri stærð. Knatthúsið á þessari mynd er í sömu stærð og Fífan í Kópavogi.
Það þarf þó að byggja meira en stúku á svæðinu, kannski knatthús í fullri stærð. Knatthúsið á þessari mynd er í sömu stærð og Fífan í Kópavogi.
Mynd: Þórður Már Sigfússon
Hentugast til framtíðar er að snúa vellinum í 90 gráður. Þá þrengir ekkert að vellinum.
Hentugast til framtíðar er að snúa vellinum í 90 gráður. Þá þrengir ekkert að vellinum.
Mynd: Þórður Már Sigfússon
KR-völlurinn með stúkur allan hringinn sem rúma um 7.500 manns í sæti. Knatthús í fullri stærð er síðan á milli keppnisvallarins og gervigrasvallarins.
KR-völlurinn með stúkur allan hringinn sem rúma um 7.500 manns í sæti. Knatthús í fullri stærð er síðan á milli keppnisvallarins og gervigrasvallarins.
Mynd: Þórður Már Sigfússon
Þessi mynd sýnir hvernig svæðið gæti litið út ef litlu knatthúsin í Kaplakrika væru byggð í Frostaskjóli.
Þessi mynd sýnir hvernig svæðið gæti litið út ef litlu knatthúsin í Kaplakrika væru byggð í Frostaskjóli.
Mynd: Þórður Már Sigfússon
Horft til vesturs yfir íþróttasvæði KR. Tvö lítil knatthús á svæðinu.
Horft til vesturs yfir íþróttasvæði KR. Tvö lítil knatthús á svæðinu.
Mynd: Þórður Már Sigfússon
Hvernig mun KR-völlurinn líta út í framtíðinni? Norðurstúkan samtengd knattspyrnuhúsi í fullri stærð.
Hvernig mun KR-völlurinn líta út í framtíðinni? Norðurstúkan samtengd knattspyrnuhúsi í fullri stærð.
Mynd: Þórður Már Sigfússon
Horft yfir Kaplaskjólsveg.
Horft yfir Kaplaskjólsveg.
Mynd: Þórður Már Sigfússon
Það vakti nokkra athygli þegar fjölmiðlamaðurinn Sigurjón M. Egilsson gagnrýndi í síðasta mánuði þá stöðnun sem hefur átt sér stað í uppbyggingu á innviðum stærsta og sigursælasta félagsliðs Íslandssögunnar, Knattspyrnufélags Reykjavíkur.

Fyrir rúmum 15 árum voru uppi háleitar hugmyndir um framþróun félagsins meðal stjórnarmanna þess. Framtíðarsýnin til ársins 2020 var glæsileg og hlakkaði mjög í stuðningsmönnum félagsins.

Meðal þess sem átti að byggjast upp á þessu tímabili var stækkun KR-vallarins með tveimur viðbótarstúkum og átti hann þá að rúma um 8.000 áhorfendur í sæti. Auk þess var ráðgert að byggja knattspyrnuhús á uppfyllingu við Örfirisey.

Nú er árið 2016 gengið í garð og ekkert bólar á framkvæmdum hjá KR-ingum en teikn eru þó á lofti. Skipulagsvinna milli KR og Reykjavíkurborgar um skipulag svæðisins mun vera komin af stað og er það gott.

Það er ljóst að KR er orðið eftirbátur margra íslenskra félaga í uppbyggingu á íþróttasvæðum sínum. Knattspyrnuhús eru að verða staðalbúnaður á fjölmörgum svæðum og eru hugmyndir uppi um að reisa fleiri í Kaplakrika, Garðabæ og á Hlíðarenda. Þó ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum enn sem komið er.

Fyrir rúmum þremur árum byrjaði boltinn aðeins að rúlla hjá KR þegar félagið í samtarfi við húsnæðissamvinnufélagið Búseta tilkynnti um áhuga á uppbyggingu á SÍF lóðinni svonefndu við Eiðisgranda. Þar var ráðgert að samnýta lóðina undir niðurgrafið knattspyrnuhús og 70 íbúðir. Í lok árs 2014 dró KR sig hins vegar úr samstarfinu.

Uppbygging er metnaður
Knattspyrnufélög á Íslandi eru metnaðargjörn og kristallast sá metnaður oft á tíðum í uppbyggingu á íþróttasvæðum þeirra. Holdgervingur þess metnaðar er Kaplakriki í Hafnarfirði; þar hafa FH-ingar byggt upp sitt svæði af mikilli prýði. Ekki einungis fyrir knattspyrnuna heldur hafa frjálsar íþróttir einnig notið góðs af sem og aðrar íþróttagreinar. Þar á bæ vita menn að skjólhús yfir íþróttaiðkenndur er gríðarlega mikilvægt fyrir innviði félaga á Íslandi, sérstaklega yfir vetrartímann.

Ef uppbygging í Frostaskjóli er borin saman við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Kaplakrika er ljóst að himinn og haf skilur félögin að. FH-ingar hafa t.a.m. yfir að ráða tveimur knattspyrnuhúsum. Þau eru reyndar ekki í fullri stærð en þjóna sínum tilgangi fullkomlega. Ráðgert er að hús í fullri stærð rísi á svæðinu í framtíðinni en óljóst er hvenær verður af því.

Aðstaðan í Kaplakrika er til fyrirmyndar og myndi hún sóma sér hjá hvaða toppliði sem er á Norðurlöndum og þó víðar væri leitað. FH-ingar ætla ekki að láta staðar numið en samkvæmt framtíðaráætlunum félagsins er áætlað að stækka keppnisvöllinn til viðbóðar við áðurnefnt knatthús sem ráðgert er að reisa.

Það skaut því svolítið skökku við þegar einn stjórnarmanna KR lét hafa eftir sér í síðasta mánuði að þannig uppbygging myndi ekki eiga sér stað í Frostaskjóli. Ekki yrði hróflað við svæðinu til að reisa hús við hús við hús. Þeir ætla að fara aðra leið og verður fróðlegt að sjá hver sú leið verður.

Það er í fínu lagi en þeir þurfa þá að finna út hvernig þeir vilja að íþróttasvæði KR líti út í framtíðinni og hvernig svæðið mun þjónusta íbúa Vesturbæjar, sérstaklega yfir vetrartímann. Tími bollalegginga er liðinn og tími ákvarðanna runninn upp. Það felst ákveðinn metnaður í uppbyggingu og þann metnað þarf klúbbur eins og KR að hafa.

Keppnisvellinum snúið 90 gráður?
En hvernig skal staðið að uppbyggingu í Frostaskjólinu? Svæðið er rúmir 4 hektarar að stærð og því ljóst að mikil uppbygging gæti átt sér stað á svæðinu á komandi árum. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er ráðgert að ný stúka rísi gegnt núverandi stúku, með sætum fyrir 1.800 manns.

Íþróttasvæðið sjálft er vel afmarkað enda umlukt af íbúðarbyggð allt í kring ólíkt t.a.m. Hlíðarenda, Kaplakrika og Smáranum í Kópavogi. Tengsl þeirra svæða við nærliggjandi íbúðarbyggðir eru ekki eins góð og í Frostaskjóli.

Mesta byggingarmagnið í Frostaskjólinu er á suðvesturenda svæðisins þar sem íþróttahús félagsins er til húsa. Ein stúka er við keppnisvöllinn og er hún á suðurjaðri svæðisins.

Eitt af því sem gæti hindrað frekari stækkun keppnisvallarins er lega hans en byggingar þrengja mjög að vesturendanum og Flyðrugrandi þrengir að austurendanum. Lausnin gæti falist í því að snúa vellinum í 90 gráður og yrði þá núverandi stúka staðsett fyrir aftan annað markið. Breyta þyrfti deiliskipulagi svæðisins en þá gæfist mikið svigrúm til að byggja völlinn upp sómasamlega á næstu árum og áratugum.

Hins vegar er vel hægt að byggja keppnisvöllinn upp í núverandi legu en þá þyrfti að hliðra hann eitthvað til. Hins vegar yrði þrengt að vellinum á þrjá vegu; íþróttahúsið að vestanverðu, Kaplaskjólsvegur að sunnanverðu og Flyðrugrandi að austanverðu.

Staðsetning knattspyrnuhúss
Hentugast yrði fyrir KR-inga að knattspyrnuhús yrði byggt á íþróttasvæði félagsins eins og t.a.m. hjá FH, ÍA og Breiðablik. Forráðamenn KR hafa látið þá skoðun sína í ljós að knattspyrnuhús í fullri stærð komi ekki til greina þar sem mun óhagstæðara er að reka þess konar hús samanborið við minni hús. Knatthús í svipaðri stærð og Risinn og Dvergurinn í Kaplakrika myndu t.a.m. sóma sér vel í Frostaskjólinu og bæta yfirbragð svæðisins.

Knatthús í fullri stærð myndi hins vegar ekki kaffæra svæðinu líkt og sumir hafa látið út úr sér. Knatthús í sömu stærðargráðu og Fífan í Kópavogi kæmist auðveldlega fyrir á svæðinu ásamt stækkunar á keppnisvellinum auk þess sem annar völlur í fullri stærð kæmist fyrir á svæðinu. Margar blokkir eru umhverfis íþróttasvæðið og myndi eitt knattspyrnuhús ekki umturna ásýnd svæðisins; lofthæð þess hús yrði um 15 metrar.

Forráðamenn KR hafa löngum horft til byggingar knattspyrnuhúss fyrir félagið og er ljóst að félagið er eftirbátur margra félaga í þeim efnum eins og áður sagði. Sökin er þó ekki öll félagsins og þarf Reykjavíkurborg líka að axla ábyrgð í sínum málum. Það telst ekki góð þjónusta við fjölmennasta íþróttafélag landsins að Vesturbærinn sé án knatthúss.

Ólíklegt er að samþykkt yrði að byggja knattspyrnuhús í fullri stærð á svæðinu enda kannski ekki mikill áhugi íbúa á svæðinu að fá þess konar byggingu í bakgarðinn hjá sér. En eins og áður sagði myndi svoleiðis hús ekki yfirgnæfa byggðina í kring. Minni hús koma þó vel til greina og er ljóst að KR þarf að koma sér upp þess konar aðstöðu ef félagið ætlar að halda í við aðra toppklúbba á landinu.

Í þessari úttekt hafa einungis verið viðraðar hugmyndir um þá uppbyggingu sem gæti átt sér stað á íþróttasvæði KR en fróðlegt verður að sjá afrakstur þeirrar skipulagsvinnu sem nú er í gangi fyrir svæðið.
Athugasemdir
banner
banner