Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 15. maí 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía í dag - Að duga eða drepast fyrir Juventus
Cristiano Ronaldo fer líklega frá Juventus ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina
Cristiano Ronaldo fer líklega frá Juventus ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina
Mynd: Getty Images
37. umferðin í Seríu A hefst í dag og er Evrópu- og fallbaráttan farin að skýrast en ef Juventus mistekst að vinna Inter í dag þá mun Juventus að öllum líkindum missa af tækifærinu að komast í Meistaradeild Evrópu.

Juventus situr í 5. sæti ítölsku deildarinnar með 72 stig, einu stigi á eftir Napoli sem er í fjórða sæti en þessir lokaleikir verða ekki léttir fyrir Juve.

Liðið mætir Inter, sem eru nýkrýndir meistarar. Tap hjá Juventus og þeir geta kvatt möguleikann á að spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Roma og Lazio mætast þá í grannaslag í Róm en Lazio er búið að tryggja sér sæti í Evrópudeildina fyrir næsta tímabil á meðan Roma er í sætinu fyrir neðan og á ekki möguleika á Evrópusæti.

Spezia mætir þá Torino. Nýliðar Spezia hafa verið seigir á þessari leiktíð en það þarf mikið að gerast til að liðið falli niður um deild. Það er með fjögurra stiga forystu á Benevento þegar tveir leikir eru eftir

Leikir dagsins:
13:00 Genoa - Atalanta
13:00 Spezia - Torino
16:00 Juventus - Inter
18:45 Roma - Lazio
Athugasemdir
banner
banner
banner