Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 15. ágúst 2022 11:20
Elvar Geir Magnússon
ÍA búið að setja félagsmet sem enginn vill eiga
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA tapaði 3-0 gegn KA í Bestu deildinni í gær en liðið er í neðsta sæti deildarinnar og hefur ekki unnið í síðustu fimmtán deildarleikjum. Ellefu af þeim leikjum hafa tapast en fjórir endað með jafntefli.

Með þessu lélega skriði hefur núverandi lið ÍA sett neikvætt félagsmet þegar horft er á Íslandsmótið í nútímalegri mynd. Fyrra metið var fjórtán leikir í röð án sigurs en það gerðist 2008.

ÍA hefur tapað sjö leikjum í röð sem er það þriðja mesta hjá liðinu á Íslandsmóti, eftir átta tapleikjum í röð 1990 (milli tveggja sigra á Þór) og níu tapleikjum í röð árin 1966 til 1967 (ÍA féll í fyrsta sinn seinna árið).

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, hefur reynt ýmislegt til að koma Skagaliðinu í gang og meðal annars gert breytingar á leikkerfinu og skipt út mönnum. Sami þjálfari hefur aldrei tapað jafn mörgum leikjum í röð með ÍA og náð að halda starfinu.

ÍA er á botni deildarinnar með markatöluna 15-40 eftir sautján umferðir. Sóknarleikurinn hefur verið bitlaus og vörnin hriplek.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner