Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fim 15. ágúst 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn í dag - La Liga fer af stað
Það verður áhugavert að sjá hvað Girona gerir á komandi tímabili
Það verður áhugavert að sjá hvað Girona gerir á komandi tímabili
Mynd: EPA
Spænski boltinn byrjar að rúlla í dag með tveimur leikjum.

Athletic Bilbao mætir Getafe klukkan 17:00. Það verður áhugavert að sjá hvort Nico Williams verði með Athletic í leiknum, en hann hefur verið orðaður við Barcelona síðustu daga.

Williams varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu í sumar, en samkvæmt fregnum frá Spáni er góður möguleiki á að hann taki eitt tímabil til viðbótar með Athletic.

Real Betis og Girona eigast við í seinni leik dagsins. Girona hafnaði í 3. sæti La Liga á síðustu leiktíð og kom sér í fyrsta sinn í Meistaradeild Evrópu.

MIklar breytingar hafa verið á hópnum í sumar en það hefur misst Savio, Artem Dovbyk, Aleix Garcia, Yan Couto og Eric Garcia. Allir gegndu mikilvægu hlutverki á síðustu leiktíð.

Leikir dagsins:
17:00 Athletic - Getafe
19:30 Betis - Girona
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner