
Solomon hefur aðeins komið við sögu í sex leikjum með Tottenham eftir að hann kom frítt úr röðum Shakhtar Donetsk sumarið 2023.
Kantmaðurinn Manor Solomon er gríðarlega eftirsóttur í sumar og gæti Tottenham selt hann.
Nýliðar Leeds United hafa sérstaklega mikinn áhuga eftir að leikmaðurinn gerði flotta hluti á láni hjá félaginu í Championship deildinni á síðustu leiktíð. Solomon kom að 23 mörkum í 41 leik með Leeds.
Everton, Southampton, Burnley, Marseille og félög frá Spáni eru einnig áhugasöm um að kaupa Solomon í sumar en Leeds leiðir kapphlaupið.
Talið er að Tottenham vilji fá 20 milljónir punda til að selja Solomon, sem er 26 ára gamall og með þrjú ár eftir af samningi.
Tottenham er í leit að nýjum kantmanni til að fullkomna leikmannahópinn sinn. Mohammed Kudus, Brennan Johnson og Wilson Odobert eru hjá félaginu ásamt Solomon og Bryan Gil sem verða líklega seldir.
Solomon væri sjöundi leikmaðurinn sem Leeds fær til liðs við sig í sumar.
Athugasemdir