Thomas Frank þjálfari Tottenham var kátur þrátt fyrir tap eftir vítakeppni í úrslitaleiknum um Ofurbikar Evrópu fyrr í kvöld.
Tottenham mætti franska stórveldinu PSG og komst í tveggja marka forystu. PSG skipti þó um gír á lokakaflanum og tókst að jafna metin með mörkum á 85. og 94. mínútu til að knýja fram vítaspyrnukeppni. Frakkarnir höfðu aðeins átt eina marktilraun sem hæfði rammann þar til þeir minnkuðu muninn.
Tottenham komst aftur í tveggja marka forystu í vítakeppninni en tapaði að lokum eftir klúður frá Micky van de Ven og Mathys Tel.
„Við sýndum það í dag að við getum barist við hvaða andstæðinga sem er og gefið þeim góðan leik. Ég hef engar efasemdir um það. Það er mjög jákvætt fyrir okkur," sagði Frank.
„Við höfðum þá nákvæmlega þar sem við vildum þá í rúmlega 80 mínútur þar til þeir náðu að minnka muninn og jafna. Ég er virkilega stoltur af liðinu, leikmönnum, félaginu og stuðningsmönnum, við sýndum að við getum barist við stórveldi eins og PSG. Fyrri hálfleikurinn var næstum því fullkominn og við vorum mjög hættulegir úr föstum leikatriðum.
„Við spiluðum virkilega góðan leik gegn einu af bestu liðum heims, ef ekki besta liði í heimi."
13.08.2025 21:12
Ofurbikar Evrópu: Mögnuð endurkoma hjá PSG
Athugasemdir