Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 09:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Chelsea gefa fjölskyldum bræðranna stóra upphæð
Diogo Jota.
Diogo Jota.
Mynd: EPA
Leikmenn Chelsea ætla að gefa hluta af verðlaunasé sínu fyrir HM félagsliða til fjölskyldna Diogo Jota og Andre Silva.

Jota og bróðir hans, Andre Silva, létust í hræðilegu bílslysi í sumar. Jota spilaði í ensku úrvalsdeildinni með Wolves og Liverpool en hann var bara 28 ára gamall. Bróðir hans var 25 ára.

Þetta voru fréttir sem höfðu mikil áhrif á fótboltaheiminn, og heiminn allan.

Chelsea fékk 84,4 milljónir punda fyrir að vinna HM félagsliða í sumar og þar að auki fengu leikmenn 11,4 milljón punda bónus.

Leikmennirnir munu hver fá 368 þúsund pund en fjölskyldur Jota og Silva munu líka fá þá upphæð. Það eru rúmar 63 milljónir íslenskra króna.
Athugasemdir