Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   fim 14. ágúst 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tilbúnir að borga metfé fyrir Kevin
Mynd: EPA
Fulham er tilbúið til að borga metfé fyrir brasilíska kantmanninn Kevin sem er á mála hjá Shakhtar Donetsk.

Shakhtar hafnaði síðasta tilboði Fulham í leikmanninn og er fast á því að vilja 50 milljónir evra til að selja hann.

Fulham bauð 37 milljónir í Kevin og nú greinir Sky Sports frá því að félagið sé reiðubúið til að bjóða meira en 40 milljónir, sem væri metfé.

Emile Smith Rowe, sem kostaði tæplega 40 milljónir evra, er hingað til dýrasti leikmaður í sögu Fulham og virðist ljóst að félagið þarf að slá metið til að kaupa Kevin.

   12.08.2025 07:00
Vilja 50 milljónir fyrir Kevin

Athugasemdir
banner