Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. ágúst 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wissa ætlar ekki að spila aftur fyrir Brentford
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Yoane Wissa ætli ekki að spila aftur fyrir Brentford. Hann sé staðráðinn í því að yfirgefa félagið.

Wissa er ósáttur með að vera ekki hleypt til Newcastle United sem er búið að leggja fram tvö tilboð í leikmanninn. Brentford neitar að selja hann fyrr en félagið finnur framherja í svipuðum gæðaflokki til að fylla í skarðið.

Wissa er 29 ára gamall með tvö ár eftir af samningi og var algjör lykilmaður á síðustu leiktíð þegar hann kom að 25 mörkum í 39 leikjum. Hann hefur engan áhuga á að vera áfram í Brentford eftir að félagið seldi fyrirliðann sinn til Arsenal og besta leikmann liðsins til Manchester United, auk þess að missa þjálfarann til Tottenham.

Wissa er ekki að skrópa á æfingum en hann kýs að æfa einn síns liðs segir heimildarmaður Sky Sports. Brentford hefur neitað að tjá sig um orðróminn.

Miðað við þessar fregnir þykir nokkuð ljóst að Wissa verður ekki í hóp gegn Nottingham Forest um helgina, þegar liðin mætast í fyrstu umferð á nýju úrvalsdeildartímabili.

Í frétt Sky er einnig tekið fram að Wissa ætli sér ekki að spila aftur fyrir Brentford. Hann vill ólmur skipta um félag.

Brentford þarf að kaupa kantmann til að fylla í skarðið fyrir Bryan Mbeumo og framherja sem arftaka fyrir Wissa. Annars verður hann ekki seldur í sumar.

Félagið er í viðræðum við Bournemouth um kaup á kantmanninum Dango Ouattara.

   09.08.2025 14:00
Wissa búinn að pakka í töskur og bíður eftir grænu ljósi

Athugasemdir
banner
banner
banner