
Það styttist í að félagaskiptaglugginn loki í Evrópu. Það eru tæpar þrjár vikur í það en enska úrvalsdeildin hefst á morgun. Hér fyrir neðan má sjá slúður dagsins.
Manchester City er að íhuga að stela Xavi Simons (22) úr greipum Chelsea. Hollenski landsliðsmaðurinn, sem er á mála hjá RB Leipzig, hefur verið sterklega orðaður við Chelsea síðustu vikur. (Talksport)
Brighton er að biðja um meira en 100 milljónir punda fyrir miðjumanninn Carlos Baleba (21) eftir að Manchester United sýndi honum áhuga. (Telegraph)
Rasmus Höjlund (22) er núna opinn fyrir því að yfirgefa Manchester United. AC Milan er að reyna að fá hann á láni með kaupmöguleika. (Gazzetta dello Sport)
Manchester City hefur bætt Maghnes Akliouche (23), kantmanni Mónakó, á óskalista sinn og ætlar að berjast við Bayer Leverkusen um undirskrift hans. (Florian Plettenberg)
Roma er í viðræðum við Aston Villa um kantmanninn Leon Bailey (28) en félagið á eftir að gera formlegt tilboð í hann. Besiktas og félög í Sádi-Arabíu eru einnig á eftir honum. (Athletic)
Fulham er tilboð að gera Kevin (22), kantmann Shakhtar Donets, að dýrasta leikmanni í sögu félagsins og borga fyrir hann um 34 milljónir punda. (Sky Sports)
Southampton hefur gert Everton annað móttilboð eftir að hafnað þremur tilboðum frá félaginu í Tyler Dibling (19). (Florian Plettenberg)
Man Utd býst við að Chelsea muni gera tilboð í Alejandro Garnacho (21) en Lundúnafélagið vonast til að fá hann á talsvert lægri upphæð en fyrir þær 50 milljónir punda sem United er að biðja um. (Sky Sports)
Franska félagið Nice er í viðræðum við Crystal Palace um kaup á sóknarmanninum Odsonne Edouard (27). (Footmercato)
Bayern München hefur boðið 52 milljónir punda og hluta af næstu sölu fyrir sóknarmanninn Nick Woltemade (23) en Stuttgart er að biðja um 65 milljónir punda fyrir hann. (Sky Sports Germany)
Crystal Palace vonast til að fá Harvey Elliott (22) frá Liverpool áður en glugginn lokar. (The Sun)
Man City vill fá 67 milljónir punda fyrir Savinho (21) sem hefur verið orðaður við Tottenham. (The Times)
City hafnaði tilboði frá Nottingham Forest í Rico Lewis (20). (Mirror)
Jack Wilshere hafnaði tilboði frá Arsenal um að hefja aftur störf í akademíu félagsins en hann er að bíða eftir sínu fyrsta stjórastarfi eftir að hafa starfað síðast hjá Norwich. (Mirror)
Athugasemdir