Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   fim 14. ágúst 2025 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona skráir Joan García til leiks í dag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þýski markvörðurinn Marc-André ter Stegen samþykkti að skrifa undir læknisskýrslu til að gera stjórnendum La Liga grein fyrir því að hann væri meiddur til langs tíma, eða meira en 4 mánuði, eftir að aðgerð á baki.

Þetta gerði fyrirliðinn eftir rifrildi við Barcelona. Ter Stegen vildi upphaflega ekki skrifa undir skýrsluna því hann telur sig geta mætt aftur á völlinn í seinni hluta október og hjálpað liðinu.

Stjórnendur Barca eru ekki sammála og sannfærðu hann um að skrifa undir pappírana meðal annars með því að taka fyrirliðabandið af honum. Það gerir þeim kleift að skrá nýja markvörðinn Joan García til leiks vegna reglna spænsku deildarinnar. Ef leikmaður í hóp lendir í langtímameiðslum losnar um 50-80% af launakostnaði hans sem er þá hægt að nýta í annan leikmann, sem í þessu tilfelli er García. Ter Stegen fékk bandið aftur um leið og hann samþykkti að senda inn læknisskýrsluna.

Stjórn La Liga skoðaði skýrsluna og samþykkti hana. Því verður García opinberlega skráður til leiks í dag. Börsungar eiga þó enn eftir að finna pláss í hópnum til að skrá Marcus Rashford.

García kom til Barcelona úr röðum nágrannaliðs Espanyol en hann var meðal bestu markvarða spænsku deildarinnar á síðustu leiktíð og var valinn í draumalið tímabilsins í La Liga.

Hann mun berjast við Wojciech Szczesny og Inaki Pena um markmannsstöðuna þar til Ter Stegen snýr aftur úr meiðslum.

   10.08.2025 06:00
Skila fyrirliðabandinu til Ter Stegen

Athugasemdir
banner