Það eru níu leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag þar sem mikil spenna ríkir í tveimur efstu deildunum í kvennaflokki.
Tindastóll spilar við Þrótt R. í Bestu deildinni og verður þetta erfiður leikur fyrir Sauðkrækinga sem eru í fallbaráttu, þremur stigum frá fallsæti.
Þróttarar hafa verið að gera flotta hluti í sumar og eru í þriðja sæti sem stendur, níu stigum á eftir toppliði Breiðabliks og með tvo leiki til góða.
Í Lengjudeildinni eru fimm leikir á dagskrá þar sem topplið ÍBV heimsækir Keflavík í fyrsta leik kvöldsins. Eyjakonur eru með sex stiga forystu á toppinum sem stendur á meðan Keflavík siglir lygnan sjó í neðri hlutanum þrátt fyrir að vera aðeins með 15 stig eftir 14 umferðir.
HK er í öðru sæti og tekur á móti ÍA á meðan Afturelding og Fylkir eigast við í botnslagnum.
Haukar og KR eiga einnig heimaleiki og að lokum eru þrír leikir sem fara fram í 4. deildinni.
Besta-deild kvenna
18:00 Tindastóll-Þróttur R. (Sauðárkróksvöllur)
Lengjudeild kvenna
18:00 Keflavík-ÍBV (HS Orku völlurinn)
19:15 Haukar-Grótta (BIRTU völlurinn)
19:15 KR-Grindavík/Njarðvík (Meistaravellir)
19:15 HK-ÍA (Kórinn)
19:15 Afturelding-Fylkir (Malbikstöðin að Varmá)
4. deild karla
19:15 Hamar-Kría (Grýluvöllur)
19:15 Vængir Júpiters-Elliði (Fjölnisvöllur - Gervigras)
20:00 KH-Hafnir (Valsvöllur)
Besta-deild kvenna
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Breiðablik | 18 | 16 | 1 | 1 | 77 - 15 | +62 | 49 |
| 2. FH | 18 | 12 | 2 | 4 | 44 - 21 | +23 | 38 |
| 3. Þróttur R. | 18 | 11 | 3 | 4 | 34 - 22 | +12 | 36 |
| 4. Valur | 18 | 8 | 3 | 7 | 30 - 27 | +3 | 27 |
| 5. Víkingur R. | 18 | 8 | 1 | 9 | 40 - 39 | +1 | 25 |
| 6. Stjarnan | 18 | 8 | 1 | 9 | 31 - 36 | -5 | 25 |
| 7. Þór/KA | 18 | 7 | 0 | 11 | 31 - 41 | -10 | 21 |
| 8. Fram | 18 | 7 | 0 | 11 | 24 - 43 | -19 | 21 |
| 9. Tindastóll | 18 | 5 | 2 | 11 | 22 - 44 | -22 | 17 |
| 10. FHL | 18 | 1 | 1 | 16 | 11 - 56 | -45 | 4 |
Lengjudeild kvenna
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. ÍBV | 18 | 16 | 1 | 1 | 78 - 15 | +63 | 49 |
| 2. Grindavík/Njarðvík | 18 | 12 | 2 | 4 | 43 - 22 | +21 | 38 |
| 3. HK | 18 | 12 | 1 | 5 | 49 - 29 | +20 | 37 |
| 4. Grótta | 18 | 12 | 1 | 5 | 38 - 25 | +13 | 37 |
| 5. KR | 18 | 9 | 1 | 8 | 45 - 43 | +2 | 28 |
| 6. Haukar | 18 | 7 | 1 | 10 | 28 - 44 | -16 | 22 |
| 7. ÍA | 18 | 6 | 3 | 9 | 26 - 36 | -10 | 21 |
| 8. Keflavík | 18 | 4 | 4 | 10 | 23 - 30 | -7 | 16 |
| 9. Fylkir | 18 | 2 | 2 | 14 | 21 - 58 | -37 | 8 |
| 10. Afturelding | 18 | 2 | 0 | 16 | 12 - 61 | -49 | 6 |
Athugasemdir



