Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 09:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney segir ummæli Tom Brady „mjög ósanngjörn"
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wayne Rooney, einn besti fótboltamaður í sögu Englendinga, segir að það hafi verið mjög ósanngjarnt af Tom Brady, einn af eigendum Birmingham, að efast um vinnusemi hans.

Í nýjum heimildarþáttum um Birmingham lét Brady ummælin falla eftir að hann hitti Rooney og sat liðsfund hjá honum. „Ég hef áhyggjur af vinnusemi þjálfarans," sagði Brady um Rooney.

Rooney, sem er goðsögn hjá Manchester United, var ráðinn stjóri Birmingham stuttu eftir að Brady og fjárfestingahópur hans tók við eignarhaldi félagsins.

Það er óhætt að segja að það hafi ekki gengið vel hjá Rooney með Birmingham, en hann er ósáttur við ummæli Brady í þáttunum.

„Tom kom og hitti okkur degi fyrir leik þar sem dagarnir eru vanalega léttari en ég held að hann hafi ekki skilið fótbolta það vel," segir Rooney.

„Fótbolti er ekki NFL. Í NFL ertu að spila þrjá mánuði á ári. Leikmenn þurfa að hvíla sig líka. Mér finnst það mjög ósanngjarnt hvernig hann kom fram."

Rooney segist bera mikla virðingu fyrir Brady en þetta hafi ekki verið ummæli sem hafi fallið vel í kramið hjá sér.
Athugasemdir
banner