Atalanta er búið að leggja fram tilboð í Rodrigo Muniz framherja Fulham sem hljóðar upp á 34,5 milljónir punda.
Muniz er spenntur fyrir félagaskiptunum en Fulham vill ekki missa framherjann sinn án þess að finna verðugan arftaka fyrst.
Leeds United sýndi Muniz mikinn áhuga í sumar en gæti verið hætt við að kaupa framherjann eftir að hafa tekist að semja við Dominic Calvert-Lewin.
Muniz er ennþá með eitt ár eftir af samningi sínum við Fulham og hefur enska félagið möguleika á að framlengja um eitt ár til viðbótar.
Muniz er 24 ára Brasilíumaður sem hefur skorað 26 mörk í 97 leikjum með Fulham. Á síðustu leiktíð skoraði hann 11 sinnum í 36 leikjum.
Fulham hefur enn ekki tekist að kaupa inn leikmann í sumarglugganum. Marco Silva þjálfari vill fá tvo nýja kantmenn og einn framherja til félagsins, auk sóknartengiliðs.
Atalanta vill kaupa Muniz til að fylla í skarðið sem Mateo Retegui skilur eftir sig með félagaskiptum sínum til Sádi-Arabíu.
13.08.2025 06:00
Leeds gefst ekki upp á Muniz
Athugasemdir