Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
   fim 14. ágúst 2025 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Athekame næstur inn til Milan: „Here we go!"
Mynd: EPA
Hægri bakvörðurinn Zachary Athekame verður nýr leikmaður AC Milan á næstu dögum.

Milan er búið að ná samkomulagi við svissneska félagið Young Boys um kaupverð sem nemur 10 milljónum evra. Milan þarf auk þess að greiða 10% af hagnaði á næstu sölu leikmannsins til Young Boys.

Athekame er aðeins 20 ára gamall en er algjör lykilmaður í liði Young Boys og U21 landsliði Sviss. Hann verður sjöundi leikmaðurinn sem Milan fær til sín í sumarglugganum.

Athekame tekur sæti Emerson Royal í leikmannahópi Milan eftir að Brasilíumaðurinn var seldur til Flamengo fyrir svipaða upphæð.

Fabrizio Romano segir frá og hefur sett „here we go!" stimpilinn á félagaskiptin.

   04.08.2025 18:35
Milan að kaupa bakvörð frá Young Boys

Athugasemdir
banner