Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   fim 14. ágúst 2025 00:05
Sigurjón Árni Torfason
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Lengjudeildin
Grindvíkingar eru fimm stigum frá fallsæti
Grindvíkingar eru fimm stigum frá fallsæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grindavík tapaði 4-0 fyrir Keflavík í Lengjudeildinni í kvöld á HS Orku vellinum og situr nú í 8 sæti deildarinnar með 17 stig, 5 stigum frá fallsæti.

„Ýmislegt sem þarf að bæta, þetta var ákveðið svona andleysi, vantaði trú í okkur. Við byrjum leikinn mjög illa og eigum einhverja svona kafla og spretti í fyrri hálfleik en heilt yfir fannst mér við klárlega næst besta liðið í fyrri hálfleiknum. Byrjum seinni hálfleikinn fínt og fáum ágætis tækifæri en það hefði þurft að detta fyrir okkur á því mómenti. Svo þegar þeir skora þriðja markið þá var bara spurning hversu stórt þetta yrði því miður."  sagði Halli Hróðmars þjálfari Grindvíkinga eftir leik.

Grindavík hefði þurft sigur til að komast í smá andrými frá fallbaráttu.

„Við þurfum meiri læti þurfum meirii ákefð og meiri kraft. Taktískt fannst mér þetta ekkert afleitt, sóknarlega vorum við ekki góðir en engu að síður gengu langir boltar ágætlega, við unnum seinni boltana. En heilt yfir fannst mér barnalegt að vera bæði hægir og soft. Það vantaði læti í okkur til þess að gera Keflvíkingum erfiðara fyrir."


Keflavík tóku yfir leikinn í seinni hálfleik og Grindvíkingar náðu ekki að skapa mikið.

„Ég hefði viljað skapa meira, í byrjum seinni hálfleiks gekk ágætlega, við fáum einhverja hornspyrnu og skjótum svona í varnarmenn og eitthvað. Þetta eru enginn risa færi en þetta er samt eitthvað og klárlega eitthvað sem maður vill.  En svo verðum við að nýta það sem við fáum og það sem við fengum í dag hefði mögulega geta hleypt okkur aftur inni leikinn en heilt yfir verðskuldað hjá Keflavík."

Næsti leikur Grindavíkur er HK í Kórnum.


Athugasemdir
banner
banner