
Grindavík tapaði 4-0 fyrir Keflavík í Lengjudeildinni í kvöld á HS Orku vellinum og situr nú í 8 sæti deildarinnar með 17 stig, 5 stigum frá fallsæti.
„Ýmislegt sem þarf að bæta, þetta var ákveðið svona andleysi, vantaði trú í okkur. Við byrjum leikinn mjög illa og eigum einhverja svona kafla og spretti í fyrri hálfleik en heilt yfir fannst mér við klárlega næst besta liðið í fyrri hálfleiknum. Byrjum seinni hálfleikinn fínt og fáum ágætis tækifæri en það hefði þurft að detta fyrir okkur á því mómenti. Svo þegar þeir skora þriðja markið þá var bara spurning hversu stórt þetta yrði því miður." sagði Halli Hróðmars þjálfari Grindvíkinga eftir leik.
Grindavík hefði þurft sigur til að komast í smá andrými frá fallbaráttu.
„Við þurfum meiri læti þurfum meirii ákefð og meiri kraft. Taktískt fannst mér þetta ekkert afleitt, sóknarlega vorum við ekki góðir en engu að síður gengu langir boltar ágætlega, við unnum seinni boltana. En heilt yfir fannst mér barnalegt að vera bæði hægir og soft. Það vantaði læti í okkur til þess að gera Keflvíkingum erfiðara fyrir."
Keflavík tóku yfir leikinn í seinni hálfleik og Grindvíkingar náðu ekki að skapa mikið.
„Ég hefði viljað skapa meira, í byrjum seinni hálfleiks gekk ágætlega, við fáum einhverja hornspyrnu og skjótum svona í varnarmenn og eitthvað. Þetta eru enginn risa færi en þetta er samt eitthvað og klárlega eitthvað sem maður vill. En svo verðum við að nýta það sem við fáum og það sem við fengum í dag hefði mögulega geta hleypt okkur aftur inni leikinn en heilt yfir verðskuldað hjá Keflavík."
Næsti leikur Grindavíkur er HK í Kórnum.