Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mið 13. ágúst 2025 22:43
Haraldur Örn Haraldsson
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var erfiður leikur," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR eftir 3-1 tap gegn Þrótturum í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  1 ÍR

„Við vorum að mæta góðu liði Þróttara. Mér fannst við samt vera ágætlega með þá undir stjórn. Mér fannst þeir ekki vera að komast í neitt það hættulegar stöður. Við vorum að komast í mjög fínar stöður þegar við unnum síðan boltann. Klárlega erfiður leikur," sagði Jóhann.

ÍR hefur aðeins unnið tvo leiki í síðustu sex leikjum og eru núna fjórum stigum á eftir toppsætinu.

„Ég vissi það að maður vinnur ekkert þegar mótið er hálfnað. Það ræðst ekkert þá, fullt af leikjum sem átti eftir að spila. Ég vissi alveg að það kæmi fyrir að við myndum eiga smá slæmt tímabil. Nú reynir á okkur að spyrna við. Mér fannst samt heilt yfir í leiknum núna vera ágætis bragur á þessu, en mörk breyta leikjum," sagði Jóhann.

Það eru fimm leikir eftir af deildinni, og ÍR hefur þessa fimm leiki til þess að reyna að ná Njarðvík aftur.

„Það sem verður að vera, og menn verða að vera klárir á, ég held að flest lið þurfa að vera þannig. Maður þarf náttúrulega að einbeita sér að augnablikinu sem þú ert í, og þá er ég að tala um það sem þú ert að gera inn á vellinum. Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera að horfa á töfluna og hugsað: Ef við vinnum þennan, og þessi tapar þessum, þá erum við hérna. Það bara skiptir engu máli, það eina sem skiptir máli er hvað þú ert að gera inn á vellinum. Við erum búnir að vera mikið að hamra á því. Við vitum það allir að menn eru mannlegir og þeir gera mistök, það er bara hvernig þú bregst við," sagði Jóhann.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner