Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   mið 13. ágúst 2025 22:43
Haraldur Örn Haraldsson
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var erfiður leikur," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfari ÍR eftir 3-1 tap gegn Þrótturum í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  1 ÍR

„Við vorum að mæta góðu liði Þróttara. Mér fannst við samt vera ágætlega með þá undir stjórn. Mér fannst þeir ekki vera að komast í neitt það hættulegar stöður. Við vorum að komast í mjög fínar stöður þegar við unnum síðan boltann. Klárlega erfiður leikur," sagði Jóhann.

ÍR hefur aðeins unnið tvo leiki í síðustu sex leikjum og eru núna fjórum stigum á eftir toppsætinu.

„Ég vissi það að maður vinnur ekkert þegar mótið er hálfnað. Það ræðst ekkert þá, fullt af leikjum sem átti eftir að spila. Ég vissi alveg að það kæmi fyrir að við myndum eiga smá slæmt tímabil. Nú reynir á okkur að spyrna við. Mér fannst samt heilt yfir í leiknum núna vera ágætis bragur á þessu, en mörk breyta leikjum," sagði Jóhann.

Það eru fimm leikir eftir af deildinni, og ÍR hefur þessa fimm leiki til þess að reyna að ná Njarðvík aftur.

„Það sem verður að vera, og menn verða að vera klárir á, ég held að flest lið þurfa að vera þannig. Maður þarf náttúrulega að einbeita sér að augnablikinu sem þú ert í, og þá er ég að tala um það sem þú ert að gera inn á vellinum. Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera að horfa á töfluna og hugsað: Ef við vinnum þennan, og þessi tapar þessum, þá erum við hérna. Það bara skiptir engu máli, það eina sem skiptir máli er hvað þú ert að gera inn á vellinum. Við erum búnir að vera mikið að hamra á því. Við vitum það allir að menn eru mannlegir og þeir gera mistök, það er bara hvernig þú bregst við," sagði Jóhann.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner