Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 15. september 2020 20:06
Elvar Geir Magnússon
Haukur Páll og Kristinn Freyr í bann - Fred fékk tvo leiki
Fred er á leið í tveggja leikja bann.
Fred er á leið í tveggja leikja bann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ kom saman í dag en á fundi nefndarinnar voru tveir leikmenn toppliðs Vals í Pepsi Max-deild karla dæmdir í leikbann vegna uppsafnaðra áminninga.

Eru það fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson og Kristinn Freyr Sigurðsson.

Þeir eru löglegir á fimmtudag þegar Valur heimsækir ÍA en verða í banni á sunnudaginn í útileik gegn Stjörnunni.

Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson verður í leikbanni í næsta leik Breiðabliks eftir að hafa safnað fjórum áminningum.

Arnþór Ingi Kristinsson í KR og Sveinn Margeir Hauksson í KA eru einnig á leiðinni í bann eftir að hafa fengið rauð spjöld um helgina.

Leikbönn í Lengjudeildinni
Fred Saraiva, lykilmaður Fram, fékk rautt spjald í 1-1 jafnteflisleik gegn Vestra en hann hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann, hann fékk aukaleik í bann vegna 'ofsalegrar framkomu'.

„Rafael keyrir í Fred þegar Fred er búin að senda boltann frá sér og virðist Fred slá frá sér beint í andlitið á Rafael og Guðgeir virðist hafa séð þetta manna best og gefur Fred beint rautt," sagði í textalýsingu frá leiknum.

Fred verður ekki með í toppslag gegn Keflavík á morgun og missir einnig af leik gegn Grindavík á mánudaginn.

Daníel Finns Matthíasson í Leikni tekur út leikbann gegn Magna á sunnudaginn vegna uppsafnaðra áminninga en getur spilað gegn Grindavík á morgun. Chechu Meneses, Guðmundur Arnar Hjálmarsson og Arkadiusz Jan Grzelak í Leikni Fáskrúðsfirði eru allir á leið í bann vegna uppsafnaðra áminninga. Aganefndin dæmdi einnig Tómas Örn Arnarson í Magna, Pétur Bjarnason og Rafael Navarro í Vestra og Valgeir Árna Svansson í Aftureldingu í bann.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner