Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. september 2021 10:06
Elvar Geir Magnússon
Rauða spjaldið stendur - Struijk í þriggja leikja bann
Struijk fer í þriggja leikja bann.
Struijk fer í þriggja leikja bann.
Mynd: Getty Images
Pascal Struijk, varnarmaður Leeds United, þarf að taka út þriggja leikja bann en áfrýjun var hafnað.

Struijk fékk rautt spjald gegn Liverpool eftir tæklingu sem endaði með því að Harvey Elliott meiddist illa á ökkla. Leeds áfrýjaði spjaldinu þar sem félagið telur að það hafi verið rangur dómur.

Elliott, sem er 18 ára gamall, fór í vel heppnaða aðgerð í gær en talið er að hann gæti spilað aftur á þessu tímabili.

Elliott sagði sjálfur að Struijk hafi ranglega fengið rautt spjald, þetta hafi einfaldlega verið slys.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi svo sent Struijk skilaboð eftir að hann frétti að þriggja leikja bannið myndi standa. Hann sagði honum að úrskurðurinn væri ósanngjarn en hann þyrfti að reyna að vera jákvæður.

Struijk missir af leikjum gegn Newcastle United og West Ham United í úrvalsdeildinni og deildabikarleik gegn Fulham.
Athugasemdir
banner
banner
banner