Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   lau 15. nóvember 2025 13:32
Ívan Guðjón Baldursson
Jói Kalli: Sorgarstund fyrir mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson hefur ákveðið að yfirgefa AB í Kaupmannahöfn af fjölskylduástæðum.

   15.11.2025 12:33
Jói Kalli hættur með AB (Staðfest) - Fannar Berg tekur við


Hann skilur við liðið á toppi þriðju efstu deildar danska boltans, sem fer núna í vetrarfrí. Næsti deildarleikur AB fer fram í mars.

Fannar Berg Gunnólfsson, aðstoðarþjálfari Jóa Kalla hjá AB, tekur við stjórnartaumunum á aðalliðinu.

„Mér þykir það leitt að tilkynna ykkur að ég mun flytja aftur til Íslands í desember af fjölskylduástæðum og þar af leiðandi hætti ég með þjálfun AB. Þetta er sorgarstund fyrir mig en á sama tíma er ég stoltur af þeirri vinnu sem félagið hefur verið að vinna, sérstaklega á undanförnu ári," sagði Jói Kalli.

   15.11.2025 13:19
Gerðu sitt besta til að halda Jóa Kalla


„Ég hef notið hverrar einustu stundar hjá félaginu og fer héðan með mikið stolt og gleði í hjarta. Ég vil þakka stuðningsmönnum, leikmönnum, starfsmönnum og stjórnendum og óska ykkur alls hins besta. Ég er viss um að félagið muni ná sínum markmiðum í framtíðinni.

„Þessir síðustu 18 mánuðir hafa verið gjörsamlega stórkostlegir, mér hefur liðið eins og ég sé heima hjá mér allt frá fyrsta degi. Þó að ég skilji við félagið fyrir áætlaðan tíma þá skil ég við það á virkilega góðum stað. Ég er viss um að Fannar sé rétti maðurinn til að halda áfram með verkefnið."


   15.11.2025 13:08
Fannar Berg tekinn við AB: Sögufrægt félag með bjarta framtíð

Athugasemdir
banner
banner
banner