Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   lau 15. nóvember 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ajax horfir til Maxwell og Jordi Cruyff
Ten Hag ætlar ekki að snúa aftur
Cruyff reyndi fyrir sér sem þjálfari en átti ekki sérlega góðu gengi að fagna.
Cruyff reyndi fyrir sér sem þjálfari en átti ekki sérlega góðu gengi að fagna.
Mynd: EPA
Fjölmiðlar í Hollandi segja að Alex Kroes sé á förum frá Ajax eftir rúmlega tvö ár hjá félaginu.

Kroes er í stjórnandastöðu og er hann á förum skömmu eftir brottrekstur John Heitinga úr þjálfarastarfinu.

De Telegraaf greinir frá því að Ajax sé að skoða að ráða fyrrum brasilíska bakvörðinn Maxwell eða Jordi Cruyff í stöðuna sem mun losna.

Cruyff ólst upp hjá Ajax en yfirgaf félagið aðeins fjórtán ára gamall og spilaði aldrei fyrir aðalliðið. Maxwell var leikmaður Ajax frá 2001 til 2006 og spilaði yfir 150 leiki fyrir félagið á þeim tíma.

Ekki er ljóst hver mun taka við þjálfun aðalliðsins en Fred Grim er bráðabirgðaþjálfari Ajax sem stendur. Paul Simonis, Xavi, Inigo Pérez, Mark van Bommel, Edin Terzic og Will Still hafa allir verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar fyrir Heitinga eftir að Erik ten Hag hafnaði tækifærinu að snúa aftur til Amsterdam.
Athugasemdir
banner
banner