Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   mið 12. nóvember 2025 19:27
Brynjar Ingi Erluson
Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í Gautaborg
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Sænska liðið Häcken marði 1-0 sigur á Inter í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins í kvöld, en eina mark leiksins var sjálfsmark Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur í byrjun leiks.

Sjálfsmarkið gerði Cecilía á 4. mínútu leiksins og var það markið sem skildi liðin að. Óheppilegt en fyrir utan markið átti hún nokkrar góðar vörslur gegn sænsku meisturunum.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjaði einnig hjá Inter, en var tekin af velli á 67. mínútu.

Fanney Inga Birkisdóttir sat allan tímann á varamannabekk Häcken sem heimsækir Inter til Ítalíu í næstu viku.

Sigurvegarinn mun mæta Breiðabliki eða Fortuna Hjörring í 8-liða úrslitum keppninnar.
Athugasemdir
banner